Nú ættu aðdáendur beikons að gleðjast því hér kemur uppskrift að virkilega bragðgóðum stir fry kjúklingarétti með stökku beikoni. Rétturinn nær svo fullkomnu jafnvægi með hrísgrjón í meðlæti. Njótið vel. Stir fry kjúklingaréttur með stökku beikoni Spicy kjúklingaréttur með stökku beikoni 700 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry (frystivara sem fæst í flestum matvöruverslunum)...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Mango chutney bleikja sem slær öllu við!
Mér féllust gjörsamlega hendur þegar ég gerði þennan fiskrétt í fyrsta sinn. Börnin sem nokkrum mínútum áður höfðu horft á mig illum augum þegar þau fréttu að það væri fiskur í matinn spurðu hvort ég gæti ekki gert meira eftir að þau höfðu sleikt diskana sína. Bleikja í mangóchutney með söxuðum hvítlauk er himneskur réttur...
Grillað lambalæri með bláberja- og hunangsmarineringu
Könguló könguló vísaðu mér á berjamó! Eftir þetta dásamlega sumar er berjauppskeran í hámarki og falleg og safarík ber finnast víða. Hvort sem á að nýta berin í sultur, eftirrétti, kökur eða hristinga þá hvetjum við ykkur til að skella ykkur út í náttúruna í berjatínslu. Fyrir fólk sem veit ekki hvar það á að...
Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi
Það er alltof langt síðan ég birti súpuuppskrift en hér kemur ein dásamleg. Þessi uppskrift er af tómata- og gulrótasúpu sem er ofureinföld í gerð og allsvakalega góð. Fullkomin með þessum dásemdar hvítlauks- & parmesansnúðum. Njótið vel! Girnileg og góð thai tómatasúpa Thai tómatsúpa 1 msk ólífuolía 1 lauk 2 gulrætur, saxaðar 1 rauð paprika,...
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Það er vel við hæfi að nota þessa síðustu daga sumarsins í að grilla eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi réttur, sem að hluta til kemur frá skemmtilegu matarbloggi sem kallast The Kitchn sló allhressilega í gegn á mínu heimili enda hrein dásemd. Uppskriftin er einföld og fljótleg og jafnvel flatbrauðið sem er án gers...
Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!
Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna og það sama á svo sannarlega við um góðar uppskriftir. Ég hef lengi dýrkað Chilí mayo smáborgarana sem slógu allrækilega í gegn þegar þeir birtust fyrst, og fundist þeir bestu sem ég hef á ævinni bragðað. Svo koma þessir dásamlegu grillborgarar inn í líf mitt....
Kjúklingur í ljúfri kókos- og kasjúhnetusósu
Þó það sé sumar er ágætt að gefa grillinu smá frí og þessi tælenski réttur sem hefur um leið smá indverskt yfirbragð er dásemdin ein. Rétturinn er mjög fljótlegur í gerð og ofureinfaldur en bragðið af kókoskasjúhnetusósunni er slíkt að það er eins og þið hafið verið að nostra við réttinn í margar klukkustundir. Njótið...
Litríki kjúklingarétturinn
Þá er komið að því…ég er komin í sumarfrí. Stefnan er sett á skemmtilegt ferðalag um Ísland þar sem ég mun heimsækja nokkra spennandi veitingastaði sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Eitthvað sem getur svo vonandi nýst ykkur síðar meir. Fylgist endilega með ferðalagi GulurRauðurGrænn&salt á Instagram. Reyndar er það svo að eftir því...
Humarpasta með tómatbasilpestói
Frábær helgi framundan þar sem margir Íslendingar munu njóta þess að horfa á Íslendinga keppa við Frakka á EM í fótbolta næstkomandi sunnudag. Ég veit í alvörunni ekki hvort taugarnar mínar þoli þetta og það í 90+ mínútur. Við sem verðum ekki í París á sunnudaginn þurfum endilega að gera okkur glaðan dag og hóa...
Speltpizza með tómatchilísósu
Er ekki kominn tími á gott pizzakvöld? Þessi uppskrift er mitt nýja uppáhald. Þunnur stökkur botn og ómótstæðileg en um leið ofureinföld tómatchilí pizzasósa gera þessa aðeins öðruvísi og svei mér þá ef ekki aðeins betri. Í þessari uppskrift notum við gróft spelt og durumhveiti eða pizzahveiti en auðvitað getið þið leikið ykkur að því...
Hin fullkomna steik á 6 mínútum
Í eldamennskunni sem og öðrum hlutum í þessu lífi hefur maður ákveðnar hamlanir og hvað eldamennskuna varðar eru mínar hamlanir klárlega steikur og sósur. Það kitlaði mig samt eitthvað þegar ég rakst á uppskrift að hinni fullkomnu nautasteik “for dummies”. Þarna var mögulega eitthvað fyrir mig. Ég brunaði því út í búð og keypti í...
Nautasalat með sweet chillí-lime sósu
Ég hef sagt það oft áður en tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega vegna þeirra staðreyndar að fersk hráefni eru þar ávallt í hávegum höfð. Þetta sumarlega Thai nautakjötssalat er ofboðslega hollt og gott og algjör óþarfi að rjúka út í búð og kaupa allt sem nefnt er í uppskriftinni. Það er...
Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guagamole og tómatasalsa
Takið upp grillið, opnið bjórinn og útbúið þennan mexíkóska ostborgara með guagamole og tómatsalsa. Hann er ofureinfaldur í gerð þó svo að hráefnin séu nokkur og smellpassar með kartöflubátum eða nachos. Mexíkóskur ostborgari 1 kg nautahakk 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 45 g brauðmylsnur 1 egg ½ tsk kóríanderkrydd ½ tsk cumin (ath ekki kúmen)...
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið. Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu. Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og...
Grillaður bjórkjúklingur
Á þessum fyrsta degi sumars eru margir sem taka fram grillið. Við stefnum á að vera dugleg að birta góðar grilluppskriftir í sumar og það er ekki úr vegi að koma með ómótstæðilega uppskrift af þessum góða kjúklingi sem er í uppáhaldi hjá mörgum. Leynitrixið felst í marineringunni og voðalega gott að gefa sér smá...
Mexíkóskur fajitaskjúklingur með jalapenosmarineringu
Mexíkóskur matur er bæði hollur og góður og hentar öllum aldurshópum. Mér hættir hinsvegar til að gera ávallt sömu uppskriftina og nú var aldeilis kominn tími á að uppfæra fajitasgerð heimilisins. Þessi uppskrift að fajitaskjúklingi með jalapenosmarineringu setur mexíkóska matargerð á allan annað plan. Hér má nota hvort heldur sem er kjúkling eða nautakjöt en gott...
Asískur lax með hunangsgljáa
Vonandi áttu þið öll góða páska, þar sem þið gædduð ykkur á góðum mat í enn betri félagsskap. Ég naut mín að minnsta kosti í botn í mat, drykk, góðum félagsskap og yndislegu umhverfi í Austurríki þar sem ég var í skíðaferð. Fyrir alla skíðaáhugamenn sem hafa ekki látið verða af því að skíða erlendis...
Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa
Þessi uppskrift er bæði fljótleg og góð. Hún er meinholl enda er sósan að mestu gerð úr grænmeti, það vel földu að litlu grísirnir átta sig ekki á hollustunni og gæða sér á matnum af bestu lyst. Réttur sem hentar sérstaklega vel í miðri viku. Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose poultry 3 msk...