Kjúklingur eldaður í mjólk…er það eitthvað? Það gat að minnsta kosti ekki annað en vakið forvitni mína og þegar meistari Jamie Oliver segir að maður megi alls ekki láta þennan kjúklingarétt fram hjá sér fara hlýtur maður að fara eftir því. Þetta hljómar klárlega öðruvísi en eftir að hafa lesið allar jákvæðu umfjallanirnar frá fólki...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Lax með hunangs- og balsamikgljáa toppaður með tómata- og furuhnetukryddjurtamauki
Lax er ávallt vinsæll hjá mínum fjölskyldumeðlimum og þá þegar hann er eldaður samkvæmt þessari uppskrift. Hér er fiskurinn penslaður hunangs- og balsamikgljáa og toppaður með kryddjurtamauki með tómötum, furuhnetum og steinselju. Rétturinn er himneskur á bragðið og svo einfaldur og fljólegur í gerð. Lax með balsamikgljáa, furuhnetum, tómötum og kryddjurtamauki 700 g laxaflak 200...
Skál með allskonar gúmmelaði
Í kvöld gæddum við fjölskyldan okkur á þessum dásamlegri kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum. Réttur sem ég rakst á þegar ég var að skoða síðuna food52 og var einn af verðlaunaréttum þar. Í fyrstu virkaði rétturinn flókinn enda allnokkur krydd sem maður þarf að eiga en ég notaðist bara að mestu við þau sem...
Tilbrigði við Boeuf Bourguignon
Að þessu sinni bjóðum við velkomna góða gestabloggara til okkar en það eru þau Guðrún Hrund Sigurðardóttir hönnuður og fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans og Hörður Harðarson húsasmiður, en þau eru fólkið á bak við fyrirtækið Meiður. Meiður er lítið framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig aðallega í handunnum framreiðslu-og skurðarbrettum, kökukeflum og ýmsum öðrum munum úr gæðavið....
Kjötbollurnar sem við elskum öll
Það er viðeigandi á þessum dásamlega bolludegi að birta uppskrift af sænskum kjötbollum í brúnsósu, sem við elskum öll. Kjötbollurnar og sósan, borin fram með kartöflumús og tytteberjasultu er fullkomnun ein og ég tala nú ekki um þegar börn eiga í hlut. Hér verða allir sáttir og njóta vel! Sænskar kjötbollur Gerir um 24 stk...
Grænmetisréttur með rauðri kókoskarrýsósu
Ef þú ert að leita af einföldum rétti, sem er hollur, góður og hentar fullkomlega til bera fram á virkum degi að þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hér er á ferðinni dásamlegur grænmetisréttur með kókoskarrýsósu Uppskriftina fékk ég af vef Cookie and Kate en hún heldur úti uppskriftarsíðu með ferskum grænmetisréttum sem eru hver...
Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi
Þetta er réttur sem á ávallt við, hvort sem er eftir annasaman vinnudag á virkum dögum eða þegar góða gesti ber að um helgar. Stútfullur af góðri næringu, áreynslulaus í gerð og slær alltaf í gegn. Njótið vel kæru vinir! Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kexmulningi 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga 100...
Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu
Það er langt síðan við höfum boðið upp á góða uppskrift af nautakjöti en hér kemur ein ómótstæðileg. Hún er eins og allar uppskriftir sem við elskum svo mikið, einföld, fljótleg og ó-svo bragðgóð. Mælum með þessari snilld. Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu 700 g nautakjöt 2 tsk fínrifinn appelsínubörkur 120 ml appelsínusafi 50...
Fish and chips með jógúrtsósu og heimagerðum frönskum
Fiskur og franskar eru hinn fullkomni réttur þegar þið viljið reyna að vinna upp fiskneysluna án þess að missa ykkur i hollustunni. Fiskurinn er stökkur og ferskur með nýkreystri sítrónu og hér toppaður með dásamlegri sósu sem er einföld í gerð og heimagerðum frönskum. Réttur sem er bestur í góðum félagsskap og ekki verra...
Sushi í veisluna
Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt...
Asískt kjúklingasalat með himneskri dressingu
Í þessu einfalda kjúklingasalati liggur galdurinn í dressingunni. Hver hefði trúað að auðmjúkt hnetusmjör geti djassað svona vel upp kjúklingasalat? Hvort sem er gróft eða fínt, lífrænt og „hollara en venjulegt“ eða bara gamla góða Peter Pan í plastkrukkunum – skiptir ekki máli: hnetusmjörið gerir þetta salat að því sem það er! Asísk kjúklingasalat með...
Draumaréttur á aðeins 15 mínútur
Þó það sé kominn desember þá þurfum við nú víst að borða venjulegan mat fram til jóla, þó maður laumi einstaka smáköku inn á milli. Þessi ómótstæðilegi kjúklingarréttur í Cashew er einn af þessum draumaréttum. Hann tekur ekki lengur en 15 mínútur í gerð og er svo ótrúlega góður að hér verða matvöndustu grísir eru sáttir,...
Einfalt og ómótstæðilegt kínóa sushi
Ég á marga uppáhalds rétti sem ég elda aftur og aftur og aftur á milli þess sem ég reyni að elda eitthvað nýtt. Þennan eldaði ég fyrir nokkrum vikum síðan í fyrsta skipti og hef gert hann of oft síðan þá og fæ ekki nóg. Þetta er frábært sem nesti í hádeginu eða sem léttur...
Huggulegur haustmatur lambaskankar með rótargrænmeti
Leyfið mér að kynna nýja æðið mitt, lambaskanka. Dásamlegur “comfort food” sem smellpassar á dimmum rigningardegi, við kertaljós og rauðvínsglas. Lambaskankar með rótargrænmeti 2 lambaskankar salt 2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 3 gulrætur, saxaðar 2 sellerístilkar, saxaðir 4 kartöflur, skornar í fernt 1 hvítlauksrif, pressað 300 ml vatn + 1 lambateningur 1 tsk timíankrydd...
“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu
Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...
Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostakurli
Ómótstæðileg súpa sem yljar á fallegu haustkvöldi. Súpan er auðveld í gerð þó svo að einhverjir gætu talið það auka flækjustigið að grilla papriku, en það er nú eins auðvelt og það gerist og aðferðina má sjá hér. Grilluð paprika er frábær í matargerð og hér er hún í félagskap með volgum tómötum, stökku beikonu...
Gestabloggarinn Helga Garbíela – Pizza með ofnbökuðum rauðrófum, mýktum lauk, valhnetum og geitaosti.
Ég er bæði stolt og spennt að kynna næsta gestabloggara til leiks. Þetta er hún Helga Gabríela sem heldur úti matarblogginu helga-gabriela.com þar sem hún birtir hollar, frumlegar og svo gjörsamlega ómótstæðilegar uppskriftir og birtir fallegar ljósmyndir með. Ég get óhikað sagt að hún er einn af mínum uppáhalds matarbloggurum hér á Íslandi. Helga Gabríela var...
Grískt lambalæri með tómat- og ólífusósu
Einn af mínum uppáhalds réttum til að bjóða upp á þegar gesti ber að garði er gamla góða lambalærið. Þarna erum við einfaldlega að tala um rétt sem allir elska, jafnt ungir sem aldnir og gaman er að bera fram. Lambalærið er réttur sem hentar svo ótrúlega vel þegar að fjöldi gesta er í meira...