Ég fór um daginn á Apotek restaurant en það er nýr og spennandi veitingastaður sem staðsettur er á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16 . Staðurinn er “casual/smart” þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðilinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí
Á þessum dimmu dögum er fátt betra en að gæða sér á góðri súpu og ekki verra ef hún er litrík, því litirnir hafa jákvæð áhrif á okkur. Þessi austurlenska kjúklingasúpa er bæði heilnæm, holl og bragðmikil og er að auki sérstaklega einföld í gerð. Í hana er notað chilímauk og fyrir þá sem vilja...
Tandorri lambasalat
Þetta lambasalat er dásamlega litríkt, hollt og bragðgott og gefur góða næringu og kraft til að takast á við allt það sem hugurinn girnist. Það er gaman að nota lambakjötið í meira mæli og hér læt ég það liggja örstutt í jógúrtsósu sem gerir það svo mjúkt að það hreinlega bráðnar í munni. Salatið er...
Nautaborgari með fetaostafyllingu og grænmetissalsa
Frábærir fetaostafylltir nautaborgarar með grænmetissalsa sem einfaldir eru í gerð og leika við bragðlaukana. Hamborgari með fetaostafyllingu og grænmetissalsa 450 g nautahakk 1 hvítlauksrif ½ tsk paprikukrydd 1 tsk allrahandakrydd (allspice) ½ tsk cumin (ath ekki kúmen) 4 msk fersk steinselja, söxuð börkur af einni sítrónu, fínrifinn 125 g fetaostur, mulinn salt og pipar...
Marbella kjúklingaréttur
Þennan dásamlega kjúklingarétt eldaði ég fyrst fyrir um það bil 10 árum síðan og hefur alveg síðan þá ávallt staðið fyrir sínu. Réttinn er ekki aðeins sérstaklega einfalt og fljótlegt að gera en að auki bragðast hann eins og þið hafið staðið sveitt í eldhúsinu í langan tíma. Marbella kjúklingaréttur Fyrir 4-6 ca 1 kg...
Asískur kjúklingaréttur
Það er alltaf ákveðið tilhlökkunarefni þegar að jólablöðin detta inn í hús, ég tala nú ekki um öll girnilegu matar- og eftirréttaruppskriftirnar sem að koma á þessum árstíma. Ég fékk þann heiður að vera á forsíðu Vikunnar í einu mest selda blaði Vikunnar, jólamatarblaðinu. Þar er GulurRauðurGrænn&salt, ásamt öðru flottu fólki, með tillögur að ótrúlega...
Indverskur kjúklingaréttur á 15 mínútum
Helgarrétturinn að þessu sinni er ljúfur og bragðgóður indverskur kasjúhnetukjúklingarréttur sem fær viðstadda til að stynja. Borinn fram með hrísgrjónum og fljótlegu naan brauði ásamt góðu víni og þið eruð komin með veislu án nokkurrar fyrirhafnar. Uppskriftina að fljótlega naan brauðinu góða mér finna hér. Njótið helgarinnar vel. Indverskur kasjúhnetukjúklingur 1 rauðlaukur 8-10 hvítlauksrif, söxuð...
Tælenskur basilkjúklingur
Fyrir ári síðan fór ég í ferð til Tælands þar sem ég hélt upp á jólin með fjölskyldunni. Reyndar héldum við varla upp á jólin því deginum var notið á ströndinni sem var nú bara frábær tilbreyting við hin hefðbundnu jól, þó svo að þau standi nú alltaf fyrir sínu. Nú þegar að tæpt ár er...
Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju
Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og...
Kjúklingaréttur sem bráðnar í munni
Við tökum okkur smá ferðalag til Ítalíu því hér er á ferðinni dásamlegur kjúklingarréttur með parmesanhjúpi, mozzarellaosti og basilíku sem er einfaldur í gerð og hreinlega bráðnar í munni viðstaddra. Ítalskur marinara kjúklingaréttur Tómatmauk 4 msk ólífuolía 4 skarlottulaukar, saxaðir 4 hvítlauksrif, söxuð smátt 1 dós hakkaðir tómatar 2 tsk oregano ¼ tsk piparflögur ½...
Bacalao fyrir sælkera
Á Spáni og raunar flestum miðjarðarhafslöndum er saltfiskur yfirleitt borinn fram talsvert minna saltur en hér á landi. Þurrkaður fiskurinn er útvatnaður í 2 sólarhringa eða lengur, þ.e. látinn standa í vatni sem skipt er reglulega um. Mörg dæmi eru um það meðal Íslendinga að fólk hafi fyrst fengið smekk fyrir saltfiski eftir að hafa...
Kjúklingabringur með rjómaosta- og pestófyllingu
Helgarrétturinn er mættur í allri sinni dýrð. Himneskar og ofureinfaldar kjúklingabringur fylltar með rjómaosti, pestó og parmaskinku, svona réttur sem hefur það allt! Kjúklingarétturinn bragðast frábærlega með sætum kartöflum, góðu salat og dásamlegt að bera fram með vel kældu Jacob´s Creek Chardonnay hvítvíni frá Ástralíu með suðrænni ávaxtasýru sem smellpassar með þessum. Njótið vel og góða helgi!...
Fiskur í rjómalagaðri tómatakryddjurtasósu og grískt salat með blómkáls “couscous”
Fljótlegir, þægilegir og ljúffengir réttir Nýlega fékk ég tækifæri til að prufa Simply add Fish sósurnar en þær koma frá Svíþjóð og hafa vakið mikla lukku þar í landi. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á þegar ég byrjaði að elda og verð eiginlega að segja að þær komu mér virkilega á óvart – þvílík...
Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á...
15 mínútna súpan
Nú þegar tekur að kólna og dimma er fátt meira kósý en að gæða sér á bragðmikilli súpu við kertaljós. Þessi súpa tekur einungis um 15 mínútur í gerð, er ofurholl og hrikalega bragðgóð. Hægt er að leika sér með hana og nota þennan grunn en bæta út í því sem hugurinn girnist eins og...
Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilímauki
Umhverfis Ítalíu – Fiskfélagið Ég fór á Fiskfélagið í síðustu viku en frá 8. – 27. október eru þeir með matseðil þar sem kokkarnir hafa útbúið ferðalag bragðlaukanna um Ítalíu. Þar má finna sjö rétta matseðill með sérvöldu íslensku hráefni, kryddað með keim af borginni eilífu. Matseðillinn samanstendur meðal annars af rauðsprettu, kálfaþynnum, saltfiski...
Kjúklinga- og beikonlasagna
Nú erum við byrjuð með nýjan lið á GulurRauðurGrænn&salt sem heitir Helgarmaturinn en þar munum við koma með rétti sem smellpassa inn í helgina og para hann með góðum vínum. Fyrsti rétturinn er snilldar kjúklinga- og beikonlasagna, blanda sem getur í raun ekki klikkað. Með því bárum við fram rauðvínið Casillero del Diablo Merlot sem fæst í...
Besti kjúklingaréttur EVER!
Það er kominn tími til að bjóða velkominn til okkar næsta gestabloggara með rétt sem ég held ég gæti ekki verið spenntari að kynna, en það er matgæðingurinn og snillingurinn hún Sigurlaug Jóhannesdóttir sem heldur úti hinu dásamlega bloggi Sillaskitchen. Silla elskar mat og allt sem tengist honum hvort sem það er að borða hann...