Þessar mexíkósku quesadillas með nautahakki og bræddum osti eru uppáhald allra og virkilega góður “comfort food” svona yfir vetrartímann. Oft geri ég fræga guagamole hans Kára með þessum rétti og ber fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel smá pico de gallo sem er smátt saxaðir tómatar með hvítlauk, olíu og steinselju svo eitthvað sé nefnt. Chilí...
Recipe Category: <span>Meðlæti</span>
Steikt hrísgrjón betri en “takeaway”
Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma. Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en...
Frábær steikarsósa fyrir þá sem ekki kunna að gera sósur
Nú verður að viðurkennast að styrkleikar mínir liggja ekki í sósugerð og satt best að segja hef ég hingað til látið aðra sjá um það verk. En nú eru breyttir tímar og um daginn afrekaði ég að gera sósu sem var með þeim betri sem ég hef bragðað (sorry bernaise). Sósan sem um ræðir er...
Kramdar hvítlauks- og parmesankartöflur sem bráðna í munni
Kartöflur sem eru stökkar og bragðgóðar með hvítlauk og parmesanosti. Fullkomið meðlæti með öllum mat…og krakkarnir elska þessar. Kramdar hvítlauks- og parmesankartöflur 500 g kartöflur 2 hvítlauksrif, pressuð 4 msk smjör, brætt 1 tsk timían sjávarsalt og pipar 50 g parmesanostur, rifinn Sjóðið kartöflur í potti þar til þær eru farnar að mýkjast eða...
Rjómalagaðar kartöflur með vorlauk
Þessar rjómalöguðu kartöflur fékk ég í matarboði á dögunum hjá matgæðingnum og vinkonu minni henni Jennu Huld. Máltíðin var dásamleg og síðan þá hef ég verið með þráhyggju yfir þessum rjómalöguðu kartöflum með söxuðum vorlauk sem hún bauð upp á með steikinni og er svo yndisleg að deila hér henni með okkur. Hér er klárlega...
Túnfisksalat með eplabitum og anaskurli
Frábært túnfisksalat með eplabitum, eggjum og ananaskurli sem er ofureinfalt í gerð og slær ávallt í gegn. Hið fullkomna túnfisksalat Túnfisksalat með eplum 2 litlar dósir túnfiskur 4 msk majónes 2 msk sýrður rjómi 1/2 – 1 rauðlaukur, fínsaxaður 1/2 grænt epli, saxað smátt 3 msk ananaskurl, safi síaður frá 3 egg, skorin smátt 1...
Cous cous salat í öllum regnbogans litum
Dásamlegt cous cous með kjúklingabaunum sem er sérlega holl og gott. Tilvalið sem nesti í skólann/vinnuna, staðgóður kvöldmatur eða meðlæti með öðrum mat eins og t.d. kjúklingi eða fiskrétti eins og t.d. dásamlegu mangó chutney bleikjunni. Litríkt og fallegt Cous cous salat með kjúklingabaunum 1 bolli cous cous * 3/4 bolli vatn 1-2 msk...
Grillaðar sætkartöflur með sítrónu-kóríander dressingu
Ég er með alvarlegt sætkartöflu “fetish” og það gladdi mig því óseigjanlega þegar ég fann nýja útgáfu að þessari dásemd. Grillaðar sætkartöflur eru klárlega nýjasta æðið mitt og þessi dressing setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Réttur sem slær í gegn. Grillaðar sætkartöflur með sítrónu og kóríander dressingu 1 kg sætar kartöflur 3 msk...
Avókadó franskar sem rokka
Hvern hefði grunað að avacadofranskar væru svona mikið lostæti, jiiiidúddamía. Þessar eru klárlega mitt nýja uppáhalds. Það getur náttúrulega vel verið að ég sé ekki að segja ykkur nein tíðindi…en fyrir mér er þetta nýtt og algjör hittari. Einfaldar og fljótlegar, stökkar að utan og mjúkar að innan…ummmm. Það er svo hægt að gera allskonar...
Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli
Með sumrinu kemur sólin og sumarpartýin, þá er nú aldeilis gaman að eiga uppskrift af góðri ídýfu sem hægt er að bera fram með baquette eða nachos. Þessi spínatídýfa með mozzarellaosti og beikonkurli er lauflétt í gerð en ómótstæðilega góð. Rjómaostur, spínat, grillaður mozzarella og beikonkurl…ummm Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli 8-10 beikonsneiðar, stökkeldaðar...
Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku
Hér er á ferðinni snilldar eggjasalat með chilímauki, vorlauki og grillaðri papriku. Skemmtileg tilbreyting frá venjubundna eggjasalatinu sem er þó alltaf gott og svo ótrúlega gott. Chilímaukið setur hér punktinn yfir i-ið á þessu frábæra eggjasalati sem þið hreinlega verðið að prufa. Ómótstæðilegt eggjasalat tilbúið á 10 mínútum Dásamlegt á kex eða brauð Spicy...
Avacadosalat með agúrku og tómötum
Sumarlegt, bjútífúl, bragðgott og brakandi ferskt salat með avacado, agúrku, tómötum og fleira gúmmelaði. Einfalt í gerð og passar vel með kjúklingabringum, steikinni eða hreinlega eitt og sér. Avacadosalat með agúrku og tómötum 400 g plómutómatar 1 agúrka, helminguð og skorin í sneiðar ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 2 avacado, skorin í teninga...
Stökkar hvítlaukskartöflur
Það er oft auðveldara að finna upp á góðum mat heldur en meðlætinu sem á að vera með, að minnsta kosti ef maður vill breyta út af vananum. Hvort sem þið eruð að tengja við þetta lúxusvandamál eður ei þá kemur hér engu að síður uppskrift af ofureinföldum hvítlaukskartöflum sem bæði í senn eru stökkar...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu
Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og...
Bestu heimatilbúnu tortillurnar
Já ég veit við erum alltaf á hraðferð, hvort sem það er vinnan, námið, börnin, leikfimin eða eitthvað annað. Við eigum eftir að fara í búðina og vitum ekkert hvað við ætlum að hafa í matinn. Ég þekki þetta af eigin raun og trúið mér þá er það ekki efst á óskalista að flækja hlutina...
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
Ofnbakaðar og extra stökkar kartöfluflögur með hvítlauk og sjávarsalti
Hver elskar ekki stökkar og góðar kartöfluflögur. Ég og mínir elskum þær að minnsta kosti en leiðinlegt hversu ofboðslega hitaeiningaríkar þær geta verið og ef maður er ekki á leiðinni að taka þátt í járnkarlinum eða klífa Evrest getur ást manns á þessum annars dásemdar flögum verið til vandræða. Það gladdi mig því mjög þegar ég...