Mikið sem það er gott að fá þriggja daga helgi. Er bara búin að hafa það dásamlegt og algjörlega búin að endurhlaða batteríin. Fékk tiltektaræði, sem gerist 1 sinni á öld hjá mér og því tók ég því fagnandi. Í gær fylgdist ég með vinkonum mínum næla sér í MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík...
Recipe Category: <span>Snarl</span>
Avókadó franskar sem rokka
Hvern hefði grunað að avacadofranskar væru svona mikið lostæti, jiiiidúddamía. Þessar eru klárlega mitt nýja uppáhalds. Það getur náttúrulega vel verið að ég sé ekki að segja ykkur nein tíðindi…en fyrir mér er þetta nýtt og algjör hittari. Einfaldar og fljótlegar, stökkar að utan og mjúkar að innan…ummmm. Það er svo hægt að gera allskonar...
Sumarlegar sítrónubollakökur “vegan style”
Það er alltaf eitthvað sumarlegt og ferskt við sítrónukökur og þessar ljúffengu bollakökur svíkja engan. Þessar girnilegu kökur koma frá snillinginum henni Önnu Rut en þær eru bæði mjólkur og eggjalausar og teljast því vegan. Girnilegar sítrónubollakökur Sumarlegar sítrónu bollakökur 1 1/3 bolli hveiti ½ tsk lyftiduft ¾ tsk matarsódi ¼ tsk salt ¼...
Chia súkkulaðitrufflur
Þessar dásamlegu Chia súkkulaðitrufflur gerði ég fyrir nokkru síðan og hafa síðan þá verið þarfaþing í kælinum þegar að sykurpúkinn gerir vart við sig. Þær eru ofureinfaldar en svo dásamlega bragðgóðar. Mæli með því að þið prufið þessar. Girnilegar chia súkkulaðitrufflur Chia súkkulaðitrufflur 1 bolli döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu ¾ bolli möndlur 3 msk kakóduft...
Hið fullkomna eggjaostabrauð
Sunnudagar sem byrja hægt og rólega með góðu kaffi, flettingu fréttablaða og góðum morgunmat eru voðalega indælir. Þetta eggjaostabrauð smellpassar inn í þannig morgun. Það er ofureinfalt í gerð og bráðnar í munni. Ég bar það fram með melónum, parmaskinku og skellti smá hlynsírópi yfir brauðið….og dagurinn byrjar vel. Hið fullkomna eggjaostabrauð 2 stór egg...
Tortillur með kínóa, sætum kartöflum og kóríanderdressingu
Þessar tortillur með kínóa, sætkartöflum og kóríanderdressingu eru svo dásamlega nærandi, litríkar og bragðgóðar og slá auðveldlega í gegn. Frábær sem kvöldmatur, í saumaklúbbinn, nesti í vinnuna og svona mætti lengi telja. Ofureinfaldar í gerð en ó svo góðar!!! “Dinner prepp” Gúmmelaði raðað á tortilluna Toppað með dásamlegri kóríandersósu Ekki eftir neinu að bíða….let’s dig in!...
Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli
Með sumrinu kemur sólin og sumarpartýin, þá er nú aldeilis gaman að eiga uppskrift af góðri ídýfu sem hægt er að bera fram með baquette eða nachos. Þessi spínatídýfa með mozzarellaosti og beikonkurli er lauflétt í gerð en ómótstæðilega góð. Rjómaostur, spínat, grillaður mozzarella og beikonkurl…ummm Spínatídýfa með grilluðum mozzarella og beikonkurli 8-10 beikonsneiðar, stökkeldaðar...
Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum
Hvað er betra en nýbakað brauð. Þetta brauð er mjög ofarlega á listanum yfir bestu brauðin. Það er ofureinfalt og mjúkt með ljúfu hunangskeim og stökkum valhnetum. Algjör hittari! Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum 180 g hveiti 1 poki þurrger 1 ½ tsk salt 240 ml vatn 4 msk hunang 2 msk olía 120...
Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku
Hér er á ferðinni snilldar eggjasalat með chilímauki, vorlauki og grillaðri papriku. Skemmtileg tilbreyting frá venjubundna eggjasalatinu sem er þó alltaf gott og svo ótrúlega gott. Chilímaukið setur hér punktinn yfir i-ið á þessu frábæra eggjasalati sem þið hreinlega verðið að prufa. Ómótstæðilegt eggjasalat tilbúið á 10 mínútum Dásamlegt á kex eða brauð Spicy...
Popp múslístöng
Múslíbitar með poppi er hin mesta snilld. Stútfullir af góðri næringu eins og möndlusmjöri, kókosmjöli, graskers-, sólblóma- og hörfræjum, möndlum og poppaðir upp með poppi. Dásamlega bragðgóðir og eitthvað sem þið verðið að prufa. Poppkex 240 g möndlusmjör 60 ml agave sýróp 50 g eplamauk, ósætt 5 bollar popp, poppað 200 g möndlur,...
Einföld karamellu kókossósa
Nú má ég til með að deila með ykkur uppskrift af dásamlegri karamellusósu með kókosbragði sem er bæði einföld og fljótleg í gerð. Sósan er fullkomin út á ísinn, til að dýfa eplum í eða jafnvel bara ein og sér. Sósan geymist í kæli í lofttæmdum umbúðum í alla að 7 daga og má hita...
Amerískar pönnukökur á 5 mínútum
Helgin, kaffi og amerískar pönnukökur. Það er eitthvað svo dásamlega rétt við þá blöndu. Hér er uppskrift af ótrúlega einföldum, djúsí og bragðgóðum amerískum pönnukökum sem vekja lukku. Njótið vel og eigið yndislega helgi. Amerískar pönnukökur á 5 mínútum Gerir um 16 stk 1 msk lyftiduft ¼ tsk salt 1 tsk sykur 2...
Raw lakkríssúkkulaði
Um helgina var mér boðið ásamt fleira góðu fólki á Kolabrautina í Hörpu þar sem við fengum að upplifa matargerð eins og hún gerist best. Þar hafði Gunnar Arnar Halldórsson matreiðslumeistari Kolabrautarinnar sett saman matseðil með fjórum réttum sem innihéldu allir LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW. Réttirnir voru hver öðrum betri. Í forrétt fengum við grillað hvítkál...
Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn
Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn. Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum 1 samlokubrauð (fransbrauð) 1 bréf pepperoni 1 blaðlaukur 6-8 sveppir 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum 500 ml matreiðslurjómi 150...
Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði
Þessi dásamlega Rice Krispies kaka með Pipp karamellusúkkulaði, bönunum og rjóma er elskuð af öllum, bæði ungum sem öldnum. Þessi kaka er mjög þægileg og fljótleg, þarf ekkert að baka og hana er hægt að frysta og geyma í nokkra daga. Uppskriftina fékk ég frá vinkonu minni henni Jónu Svövu Sigurðardóttur en hún hefur bakað...
Skál með allskonar gúmmelaði
Í kvöld gæddum við fjölskyldan okkur á þessum dásamlegri kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum. Réttur sem ég rakst á þegar ég var að skoða síðuna food52 og var einn af verðlaunaréttum þar. Í fyrstu virkaði rétturinn flókinn enda allnokkur krydd sem maður þarf að eiga en ég notaðist bara að mestu við þau sem...
Hollar Snickerskúlur með þremur innihaldsefnum
Þessar dásamlega uppskrift af karamellukúlum með salthnetufyllingu kemur frá henni Önnu Rut okkar og innihalda einungis þrjú hráefni, eru ofureinfaldar í gerð og bragðast dásamlega. Hollar Snickerskúlur 20 steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu 1 bolli salthnetur 150g dökkt súkkulaði, t.d. Konsum suðusúkkulaði frá Nóa Síríus Látið döðlurnar liggja í bleyti í köldu vatni...
Rósmarín hnetublanda
Hún Björg vinkona mín gaf mér uppskriftina af þessum æðislegu jólahnetum og hafa þær verið ómissandi partur af jólaundirbúningnum síðan. Ef þið eruð að leita að einhverju heimagerðu til að gefa í gjafir þá eru þessar hnetur algerlega fullkomnar í það. Ég hef gefið fjölskyldu og vinum nokkrum sinnum krukkur með ristuðum rósmarín hnetum í...