Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel! Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og...
Recipe Category: <span>Súpur og salat</span>
Satay salat með kjúklingi og eggjanúðlum – það allra besta!
Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms! Núðlusalat eins og það gerist best Satay salat með kjúklingi og...
Ferskt ávaxtasalat með avacado og chia jógúrtsósu
Eftirréttir geta líka verið næringarríkir og hollir – gleymum því ekki! Hér er einn slíkur á ferðinni og dásamlega bragðgóður að auki. Ferskt og ljúffengt ávaxtasalat þar sem avacado kemur skemmtilega á óvart og chia jógúrtsósan setur svo punktinn yfir i-ið. Rétturinn kemur úr matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera sem kom út árið...
Chillí tómatsúpa
Það er alltof langt síðan við komum með uppskrift af girnilegri ilmandi súpu og ekki seinna vænna en að bæta úr því. Þessi súpa kemur úr smiðju snillingsins Jamie Oliver sem ætti að vera flestum kunnugur. Hér notast hann við geggjaða tómata og chilli pastasósu sem er úr vörulínu hans og þroskaða tómata og úr...
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Gúrm avacado kjúklingasalat með eplabitum
Eftir jólin hafa sætindin fengið í einhverju magni að víkja fyrir meiri hollustu. Ekki veitir manni af góðri næringu í myrkrinu sem þó ert hægt og sígandi á undanhaldi. Uppskriftina af þessu kjúklingasalati með avacado og eplabitum rakst ég á síðu sem heitir simplyrecipes og geymir margar girnilega uppskriftir. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þetta...
Ofureinföld chilí tómatsúpa sem bræðir hjörtu
Við hreinlega elskum góðar súpur sem tekur örskamma stund að útbúa eftir langan vinnudag. Þessi er sérstaklega einföld og virkilega bragðgóð. Hún er bragðmikil en ekki það sterk að börn geti ekki notið hennar. Í miklu uppáhaldi… Frábær chilí tómatsúpa á YOY diskamottun úr versluninni Snúran Chilí tómatsúpa 2 laukar, skornir gróflega 2 hvítlauksrif, smátt...
Andasalat með tómötum, granateplum og unaðslegri dressingu
Andabringur eru einn af mínum uppáhalds réttum og í þessari uppskrift eru þær bornar fram volgar í salati með kirsuberjatómötum og granateplum. Ef þið eigið afganga af andabringum má að sjálfsögðu nota þá. Einnig í stað þess að grilla andabringurnar má steikja þær á pönnu og láta síðan inn í ofn ef það hentar betur....
Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!! Hátíðarsalat eins og það gerist best...
Tómatsúpa undir tælenskum áhrifum
Nú er rétti tíminn til að kveikja á kertum, kúra undir teppi og gæða sér á bragðgóðri súpu eins og þessari hér. Tómatsúpur eru að okkar mati ávallt svo ljúfar og góðar og hér nálgast hún fullkomnun með Thailenskum áhrifum. Tómatsúpa undir tælenskum áhrifum Thai tómasúpa með kókos 4 stk rauðlaukur, gróft saxaðir 10...
Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi
Það er alltof langt síðan ég birti súpuuppskrift en hér kemur ein dásamleg. Þessi uppskrift er af tómata- og gulrótasúpu sem er ofureinföld í gerð og allsvakalega góð. Fullkomin með þessum dásemdar hvítlauks- & parmesansnúðum. Njótið vel! Girnileg og góð thai tómatasúpa Thai tómatsúpa 1 msk ólífuolía 1 lauk 2 gulrætur, saxaðar 1 rauð paprika,...
Heimsins besta kjúklingasalatið
Sumar, sól og kjúklingasalat er eitthvað sem smellpassar saman ég tala nú ekki um ef þið bætið smá vel kældu hvítvíni með. Hér er á ferðinni eitt allra besta kjúklingasalat sem ég hef á ævinni bragðað. Það inniheldur kjúkling sem er marineraður í soya-, hvítlauks- og engifersósu og síðan eldaður í ofni. Lífrænt spínat og klettasalat...
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Ég er stórkostlegur kjúklingasalats “lover” enda er þetta matur sem er ótrúlega einfalt að gera, að mestu hollur og sjúklega bragðgóður. Eitt kvöldið gerði fjölskyldan þetta dásemdar BBQ kjúklingasalat með mangó, agúrkum, papriku, fetaosti og valfrjálst hvort nachos fylgdi með eða ekki. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Hér borðuðu allir matinn...
Nautasalat með sweet chillí-lime sósu
Ég hef sagt það oft áður en tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega vegna þeirra staðreyndar að fersk hráefni eru þar ávallt í hávegum höfð. Þetta sumarlega Thai nautakjötssalat er ofboðslega hollt og gott og algjör óþarfi að rjúka út í búð og kaupa allt sem nefnt er í uppskriftinni. Það er...
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið. Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu. Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og...
Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi
Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við...
Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi
Þetta er réttur sem á ávallt við, hvort sem er eftir annasaman vinnudag á virkum dögum eða þegar góða gesti ber að um helgar. Stútfullur af góðri næringu, áreynslulaus í gerð og slær alltaf í gegn. Njótið vel kæru vinir! Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kexmulningi 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga 100...
Tælensk fiskisúpa
Þessi dásamlega fiskisúpa er hin besta byrjun á góðu ári. Hún er ofureinföld í gerð og svo fersk og bragðgóð að ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur eins og hún gerði hjá mér og minni fjölskyldu. Hún er létt í maga og meinholl sem skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef þið...