Um daginn fór ég í dásamlegum félagsskap með Icelandair til Edmonton. Þó stoppið hafið verið stutt var ferðin yndisleg og einkenndist af gleði, verslunarferð, sól, hvítvíni og góðum mat. Yndislegt alveg hreint. Ég steingleymdi að taka mynd af veitingastöðunum og matnum, sem þýðir að ég var líklega bara í fríi að njóta, en verð samt...
Recipe Category: <span>Þjóðlegt</span>
Humarpasta með tómatbasilpestói
Frábær helgi framundan þar sem margir Íslendingar munu njóta þess að horfa á Íslendinga keppa við Frakka á EM í fótbolta næstkomandi sunnudag. Ég veit í alvörunni ekki hvort taugarnar mínar þoli þetta og það í 90+ mínútur. Við sem verðum ekki í París á sunnudaginn þurfum endilega að gera okkur glaðan dag og hóa...
BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Ég er stórkostlegur kjúklingasalats “lover” enda er þetta matur sem er ótrúlega einfalt að gera, að mestu hollur og sjúklega bragðgóður. Eitt kvöldið gerði fjölskyldan þetta dásemdar BBQ kjúklingasalat með mangó, agúrkum, papriku, fetaosti og valfrjálst hvort nachos fylgdi með eða ekki. Óhætt er að segja að það hafi slegið í gegn. Hér borðuðu allir matinn...
Tortillur með kínóa, sætum kartöflum og kóríanderdressingu
Þessar tortillur með kínóa, sætkartöflum og kóríanderdressingu eru svo dásamlega nærandi, litríkar og bragðgóðar og slá auðveldlega í gegn. Frábær sem kvöldmatur, í saumaklúbbinn, nesti í vinnuna og svona mætti lengi telja. Ofureinfaldar í gerð en ó svo góðar!!! “Dinner prepp” Gúmmelaði raðað á tortilluna Toppað með dásamlegri kóríandersósu Ekki eftir neinu að bíða….let’s dig in!...
Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guagamole og tómatasalsa
Takið upp grillið, opnið bjórinn og útbúið þennan mexíkóska ostborgara með guagamole og tómatsalsa. Hann er ofureinfaldur í gerð þó svo að hráefnin séu nokkur og smellpassar með kartöflubátum eða nachos. Mexíkóskur ostborgari 1 kg nautahakk 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 45 g brauðmylsnur 1 egg ½ tsk kóríanderkrydd ½ tsk cumin (ath ekki kúmen)...
Mexíkóskur fajitaskjúklingur með jalapenosmarineringu
Mexíkóskur matur er bæði hollur og góður og hentar öllum aldurshópum. Mér hættir hinsvegar til að gera ávallt sömu uppskriftina og nú var aldeilis kominn tími á að uppfæra fajitasgerð heimilisins. Þessi uppskrift að fajitaskjúklingi með jalapenosmarineringu setur mexíkóska matargerð á allan annað plan. Hér má nota hvort heldur sem er kjúkling eða nautakjöt en gott...
Asískur lax með hunangsgljáa
Vonandi áttu þið öll góða páska, þar sem þið gædduð ykkur á góðum mat í enn betri félagsskap. Ég naut mín að minnsta kosti í botn í mat, drykk, góðum félagsskap og yndislegu umhverfi í Austurríki þar sem ég var í skíðaferð. Fyrir alla skíðaáhugamenn sem hafa ekki látið verða af því að skíða erlendis...
Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi
Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við...
Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn
Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn. Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum 1 samlokubrauð (fransbrauð) 1 bréf pepperoni 1 blaðlaukur 6-8 sveppir 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum 500 ml matreiðslurjómi 150...
Grænmetisréttur með rauðri kókoskarrýsósu
Ef þú ert að leita af einföldum rétti, sem er hollur, góður og hentar fullkomlega til bera fram á virkum degi að þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hér er á ferðinni dásamlegur grænmetisréttur með kókoskarrýsósu Uppskriftina fékk ég af vef Cookie and Kate en hún heldur úti uppskriftarsíðu með ferskum grænmetisréttum sem eru hver...
Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu
Það er langt síðan við höfum boðið upp á góða uppskrift af nautakjöti en hér kemur ein ómótstæðileg. Hún er eins og allar uppskriftir sem við elskum svo mikið, einföld, fljótleg og ó-svo bragðgóð. Mælum með þessari snilld. Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu 700 g nautakjöt 2 tsk fínrifinn appelsínubörkur 120 ml appelsínusafi 50...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Tælensk fiskisúpa
Þessi dásamlega fiskisúpa er hin besta byrjun á góðu ári. Hún er ofureinföld í gerð og svo fersk og bragðgóð að ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur eins og hún gerði hjá mér og minni fjölskyldu. Hún er létt í maga og meinholl sem skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef þið...
Sushi í veisluna
Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt...
Asískt kjúklingasalat með himneskri dressingu
Í þessu einfalda kjúklingasalati liggur galdurinn í dressingunni. Hver hefði trúað að auðmjúkt hnetusmjör geti djassað svona vel upp kjúklingasalat? Hvort sem er gróft eða fínt, lífrænt og „hollara en venjulegt“ eða bara gamla góða Peter Pan í plastkrukkunum – skiptir ekki máli: hnetusmjörið gerir þetta salat að því sem það er! Asísk kjúklingasalat með...
Víetnömsk núðlusúpa með nautakjöti
Það er endalaust hægt að gera hin ýmsu afbrigði af góðum súpum og hér er á ferðinni súpa sem passar sérstaklega vel á þessum árstíma. Hún er meðalsterk og góð til að sporna við hinum ýmsu flensuafbrigðum sem nú geysa yfir. Þessi súpa á sér víetnamskan uppruna þar sem grunnundirstaðan er gott soð, núðlur, kjöt...
Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu
Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og...
“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu
Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...