Tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi tælenski chilíkjúklingaréttur er minn besti vinur á virkum kvöldum, þegar tíminn er af skornum skammti. Hann er ofureinfaldur í gerð og tekur einungis 10 mínútur í undirbúningi og bragðast ó-svo-vel. Tælenski chilíkjúklingurinn Fá hráefni og einfaldur í gerð Omnomm Tælenskur chilíkjúklingur 2 msk...
Recipe Category: <span>Þjóðlegt</span>
Þegar einfalt er einfaldlega langbest
Spaghetti aglio e olia er líklega einn vinsælasti pastaréttur Ítala. Hann grípa þeir gjarnan í þegar komið er heim seint að kvöldi, enda er rétturinn fljótlegur í gerð og ekki skemmir fyrir hversu vel hann bragðast. Ólífuolíuna nota þeir hiklaust á allt sem þeir geta en ég er hinsvegar það mikill aðdáandi íslenska smjörsins að...
Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum
Mér finnst þetta hreinlega tilheyra á fallegu sumarkvöldi að dundast við að marinera rif, grilla þau og borða svo með bestu lyst. Ég er mjög hrifin af bbq svínarifjum en þessi uppskrift að kóreskum rifjum gefur hinum ekkert eftir. Í þessari uppskrift gildir í raun að því lengur sem rifin eru marineruð því betri verða...
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Grillaður thai kjúklingur
Ég hef löngum verið þekkt fyrir áhuga minn á tælenskri matargerð. Hann þykir mér bæði einfaldur í gerð en um leið oft á tíðum meinhollur. Einhvernveginn hafði ég þó ekki tengt þessa matargerð grilltíðinni, en hér verður breyting á því. Hér er kjúklingurinn látinn marinerast í kryddjurtum, hvítlauki og sósum frá deSiam sem býður upp á...
Stökkt Thai nautakjöt í mildri chilísósu
Frábær uppskrift af stökku Thai nautakjöti í mildri chilísósu með grænmeti. Svona uppskrift sem fær mann til að fá sér meira og meira og meira og ætti að vekja lukku hjá öllum aldurshópum. Þessi uppskrift er ekki sterk, en sumir eru mjög viðkvæmir fyrir chilí og þá má að sjálfsögðu sleppa því. Hér er á...
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
Fimm stjörnu wok í ostrusósu
Það er langt síðan ég hef komið með uppskrift af góðum “styr fry” rétti en þannig uppskriftir eru einmitt í miklu uppáhaldi þar sem þær taka ekki langan tíma og í rauninni hægt að nota það sem fyrirfinnst í ísskápnum hverju sinni. Þið sem eigið ekki sherrý að þá má sleppa því stigi, en það...
Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu
Þessi kjúklingaréttur sem er með stökkum nachos flögum, grænmeti og mexíkó-rjómaostasósu sló öll met á heimilinu. Hann var gerður tvisvar sinnum sömu vikuna og verður svo sannarlega gerður aftur mjög fljótlega enda “comfort-food” eins og hann gerist bestur. Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu 4-5 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást í öllum helstu matvöruverslunum sem...
Guðdómlegur kjúklingaréttur í rjómalagaðri cajunsósu
Ég fór um daginn á Apotek restaurant en það er nýr og spennandi veitingastaður sem staðsettur er á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16 . Staðurinn er “casual/smart” þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðilinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi...
Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí
Á þessum dimmu dögum er fátt betra en að gæða sér á góðri súpu og ekki verra ef hún er litrík, því litirnir hafa jákvæð áhrif á okkur. Þessi austurlenska kjúklingasúpa er bæði heilnæm, holl og bragðmikil og er að auki sérstaklega einföld í gerð. Í hana er notað chilímauk og fyrir þá sem vilja...
Tandorri lambasalat
Þetta lambasalat er dásamlega litríkt, hollt og bragðgott og gefur góða næringu og kraft til að takast á við allt það sem hugurinn girnist. Það er gaman að nota lambakjötið í meira mæli og hér læt ég það liggja örstutt í jógúrtsósu sem gerir það svo mjúkt að það hreinlega bráðnar í munni. Salatið er...
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Marbella kjúklingaréttur
Þennan dásamlega kjúklingarétt eldaði ég fyrst fyrir um það bil 10 árum síðan og hefur alveg síðan þá ávallt staðið fyrir sínu. Réttinn er ekki aðeins sérstaklega einfalt og fljótlegt að gera en að auki bragðast hann eins og þið hafið staðið sveitt í eldhúsinu í langan tíma. Marbella kjúklingaréttur Fyrir 4-6 ca 1 kg...
Panna cotta með hvítu súkkulaði
Panna cotta er réttur sem slær alltaf í gegn. Hann er hinsvegar einnig réttur sem fáir hafa eldað og þar held ég að matarlímsblöðin komi við sögu. Það er eitthvað við matarlímsblöð sem fælir fólk frá og líklegast er það sú hugmynd fólks að þá hljóti rétturinn að vera flókinn. En því er sko öðru...
Indverskur kjúklingaréttur á 15 mínútum
Helgarrétturinn að þessu sinni er ljúfur og bragðgóður indverskur kasjúhnetukjúklingarréttur sem fær viðstadda til að stynja. Borinn fram með hrísgrjónum og fljótlegu naan brauði ásamt góðu víni og þið eruð komin með veislu án nokkurrar fyrirhafnar. Uppskriftina að fljótlega naan brauðinu góða mér finna hér. Njótið helgarinnar vel. Indverskur kasjúhnetukjúklingur 1 rauðlaukur 8-10 hvítlauksrif, söxuð...
Tælenskur basilkjúklingur
Fyrir ári síðan fór ég í ferð til Tælands þar sem ég hélt upp á jólin með fjölskyldunni. Reyndar héldum við varla upp á jólin því deginum var notið á ströndinni sem var nú bara frábær tilbreyting við hin hefðbundnu jól, þó svo að þau standi nú alltaf fyrir sínu. Nú þegar að tæpt ár er...
Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju
Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og...