Þessi dásemdar pastaréttur er sannkallaður boðberi sumarsins. Kælt hvítvín, þessi uppskrift og gott súrdeigsbrauð og volá – þið eruð komið með hinn besta veislumat sem er tiltölulega góður fyrir budduna, fáránlega fljótlegur og ó-svo bragðgóður. Ég notaði ferska basilíku því hún setur að mínu mati punktinn yfir i-ið þegar pastaréttir eru annars vegar en hitt...
Recipe Tag: <span>Pasta</span>
Lasagna sem enginn trúði að ég hefði gert
Ég held ég hafi ansi oft fjallað um ást og haturssamband mitt við lasagna eldamennsku. Einhvernveginn hef ég ekki náð þessu eins og ég hefði viljað og oft hafa nú krakkarnir mínir verið sammála því. En nú varð breyting á með þessari dásamlegu uppskrift. Hún er einföld og eiginlega bara ekki hægt að klúðra henni...
Gúrm taco pasta
Það hrósuðu allir matnum í kvöld enda svona réttur sem er mitt á milli lasagna, spaghetti bolognese og taco máltíðar. Semsagt réttur sem sameinar alla rétti sem börnin elska. Taco pasta Fyrir 4-6 1-2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð 500 g nautahakk 1 poki (4-5 msk) tacokrydd 1 dós (400g) tómatar,...
Spaghetti með hvítlauk, chilí og valhnetupestói
Nú eru margir landsmenn að prufa sig áfram með grænmetisfæði eftir hátíðarnar og bara gott um það að segja. Ég var nú eitt sinn “grænmetisæta” í nokkur ár – set ég það innan gæsalappa þar sem að fæði mitt einkenndist af hvítum hrísgrjónum og grilluðum ostasamlokum eða það sem mér fannst vera það besta úr...
Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu
Þessi pastaréttur er í svo ótrúlega miklu uppáhaldi enda koma hér til sögunnar gráðostur, perur og valhnetur hráefni sem var svo sannarlega ætlað að vera saman. Í þessari uppskrift nota ég fyllt fjögurra osta Ravioli frá RANA en það er einnig gott að prufa fyllt Ravioli með spínati og kotasælu frá RANA í þennan rétt....
Léttara carbonara
Það er svo viðeigandi að næsti gestabloggari síðunnar sé góð vinkona mín hún Katrín Helga Hallgrímsdóttir. Við höfum þekkst frá því í grunnskóla og höfum ásamt nokkrum öðrum stelpum haldið þessum vinskap í öll þessi ár. Óhætt er að segja að Eurovision sé rauði þráðurinn í þeirri vináttu. Við höfum fylgst spenntar með keppninni á...
Spaghetti með sítrónu, parmesan og klettasalati
Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin. Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að...
Wonton ravioli
Algjörlega perfecto humarravioli Ég elska ravioli og finnst gott ravioli dásamlegra en allt dásamlegt. Hinsvegar getur það verið mjög tímafrekt sé það gert frá grunni og oft verður deigið utanum raviolíið of þykkt. Nýlega uppgötvaði ég hinsvegar snilldina við að nota wonton filmur í stað venjulegs pastadeigs. Það er svo óendanlega sniðugt að ég ætla...
Thailenskar eggjanúðlur með basil & nautakjöti
Eggjanúðlur með nautakjöti og fullt af grænmeti Thailenskar eggjanúðlur með nautakjöti og basil Þessi réttur er léttur en saðsamur. Nautakjötið er kærkomin hvíld frá kjúklingnum, en að sjálfsögðu má skipta nautakjötinu út fyrir kjúklingi eða lambakjöti. Tilvalið er að nota í þennan rétt það grænmeti sem til er í ísskápinum, því meira grænmeti því betra....
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...