Þessar brúnkur rjúka út í öllum boðum og ávallt er beðið um uppskriftina sem ég gef að sjálfsögðu með glöðu geði. Sonur minn sagði að þetta væri í alvörunni bestu kökur sem hann hafði bragðað og ég get alveg tekið undir það að þær komast ansi ofarlega á listann. Svo elskum við hvað þær eru...
Recipe Tag: <span>uppskrift</span>
Svaðalegur svartbaunaborgari með avacado sweet chilí sósu
Fyrir þá sem elska grænmetisborgar sem og þá sem elska þá ekki – þá er þessi sá eini rétti fyrir ykkur. Ég get varla lofað þennan svartbaunaborgara nógsamlega. Trixið er að gera hamborgara og láta engann vita að þetta sé “hollari týpan”. Fjölskyldumeðlimir munu lofa þennan hástert. Ég mæli svo sannarlega með að tvöfalda eða...
Trylltir Rice Krispies súkkulaði hafraklattar
Hvað get ég sagt annað en – þessa Rice Krispies súkkulaði hafraklatta verðið þið hreinlega að gera. Trylltir! Er til eitthvað gómsætara??? Rice Krispies súkkulaði hafraklattar 14-16 klattar Klattar 6 dl haframjöl 200 g smjör, brætt 2 dl sykur 1 1/2 msk vanillusykur 2 msk kakó 3 msk kaffi 1 msk rjómi Rice...
Gúrm taco pasta
Það hrósuðu allir matnum í kvöld enda svona réttur sem er mitt á milli lasagna, spaghetti bolognese og taco máltíðar. Semsagt réttur sem sameinar alla rétti sem börnin elska. Taco pasta Fyrir 4-6 1-2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð 500 g nautahakk 1 poki (4-5 msk) tacokrydd 1 dós (400g) tómatar,...
Einföld og ómótstæðileg eplakökuvefja
Ég er svo spennt að kynna ykkur fyrir þessum dásamlega eftirrétti. Ég fjallaði um hann á Instastory í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa – lesendur voru jafn spenntir og ég. Þeir sem horfðu á matreiðsluþáttinn Ilmurinn úr eldhúsinu sem voru sýndir á sjónvarpi Símans fyrir jól muna eflaust eftir humarvefjunum sem ég...
Lúxus Twix hafraklattar
Þessa hef ég bakað áður við mikla lukku enda eru hér á ferðinni lúxus útgáfa af hafraklöttum sem innihalda saxað Twix súkkulaði. Einfaldir og fljótlegir en ofboðslega ljúffengir. Twix hafraklattar 250 g smjör, lint 180 g púðursykur hrært vel saman með smjörinu 2 egg bætt við og hrært vel saman 1 tsk vanillusykur...
Besta laufabrauðið hennar Bjarnveigar
Mikið sem ég hef saknað þess að fá til okkar gestabloggara – það er svo gaman að fá uppskriftir frá lesendum. Verið ófeimin að senda mér línu ef þið lumið á einhverju dásamlegu. Ég hef svo gaman af því að skoða matarblogg, eins og gefur að skilja og dáist að því hvað margir eru duglegir...
Mexíkósk súpa með rjómaosti og salsasósu
Veturinn minnti svo sannarlega á komu sína um helgina með hressilegri lægð og mikið sem það var gott að þurfa ekkert að fara út úr húsi meðan hún gekk yfir. Þrátt fyrir að sumarið sé dásamlegur tími og veturinn geti oft á tíðum reynt á andlegu hliðina að minnsta kosti til lengdar þá er eitthvað...
Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu
Þessi pastaréttur er í svo ótrúlega miklu uppáhaldi enda koma hér til sögunnar gráðostur, perur og valhnetur hráefni sem var svo sannarlega ætlað að vera saman. Í þessari uppskrift nota ég fyllt fjögurra osta Ravioli frá RANA en það er einnig gott að prufa fyllt Ravioli með spínati og kotasælu frá RANA í þennan rétt....
Thai chilí kjúklingapottréttur
Við elskum svona rétti þar sem öll hráefnin fara í einn pott og fá að malla í dágóða stund. Svo elsku við líka tælenskan mat. Með þessum tælenska chilí kjúklingapottrétti náum við að sameina þetta tvennt og útkoman er hreint út sagt dásamleg. Hinn fullkomni haustréttur Thai chilí kjúklingapottréttur 900 g kjúklingur, t.d. kjúklingalæri...
Oreo súkkulaði og rjómaostakúlur með einungis þremur hráefnum
“Viltu gera þessar á afmælinu mínu” spurði sonur minn mig eftir að hafa tekið fyrsta bitann af þessum Oreo kúlum. Það er hin besta einkunn sem nokkur uppskrift getur fengið frá mínum börnum. Ég er alveg að tengja því þetta er svona uppskrift sem hættulegt er að eiga í frystinum þegar þú ert einn heima,...
Tryllt nachos ídýfa
Þessa nachos ídýfu hef ég gert í mörg ár og lengi reynt að finna ídýfur sem nálgast þessa þegar kemur að dásemd og einfaldleika. Sama við hvaða tækifæri hún er borin fram ávallt vekur hún jafn mikla lukku. Þessi færir ykkur vel inn í helgina. Njótið vel! Heit nachos ídýfa 400 g Philadelphia naturell rjómaostur...
Dásamlegar & danskar eplaskífur
Eplaskífur hafa fylgt mér frá barnæsku enda er mamma hálf-dönsk og fyrir okkur var það að fá eplaskífur svipað og að fá pönnukökur. Strákarnir mínir sögðu að þessi uppskrift yrði að fara inn á síðuna enda elska þeir að fá eplaskífur og finnst skemmtilegt að koma með vini sína í heimsókn og kynna fyrir þeim...
Heimagert og hollt kókosnammi
Dökkt súkkulaði, kókos og enginn hvítur sykur!!! Ef þú elskar súkkulaði og kókos þá er þetta uppskriftin fyrir þig. Þessi kemur úr uppskriftarflokki hráfæðisins og er hreint delissíjús. Það er sífellt að aukast hjá mér baksturinn úr þessum flokki og ótrúlega margar spennandi uppskriftir sem þaðan koma. Kosturinn við eftirréttina og kökurnar úr hráfæðiflokknum fyrir...
Sætkartöflupitsa með mozzarella og karmelluðum lauk
Ég hef áður komið með uppskrift að pitsu eða grænmetis- og ávaxtapistunni. Sú pitsa er dásemdin ein og ef þú hefur ekki prufað hana mæli ég með því að þú gerir það núna! Þessi fer alveg með tærnar þar sem hin er með hælana…eða botninn þar sem hin er með skorpuna (hlátur). Fyrir þá sem...
Fljótlega og holla kjúklingavefjan
Á virkum dögum er maður oft að glíma við tímaleysi þegar kemur að kvöldmat og oftar en ekki þarf maður að finna eitthvað fljótlegt og gott en er samt ekki tilbúin að gefa eftir í hollustunni. Þessi réttur er einmitt tilvalinn á svona dögum. Með tilbúnum grilluðum kjúklingi getur þessi réttur verið tilbúinn á innan...
Ekta ítalskar kjötbollur með pastasósu
Þessi er einn af uppáhalds réttum fjölskyldunnar og uppáhald allra sem á réttinum bragða hvort sem þeir eru ungir eða aldnir. Uppskriftin er ekki flókin en felur í sér örlítið dúllerí og frábært að fá sem flesta við borðið og hjálpa til við að móta kjötbollurnar, sem tekur þó enga stund og gera skemmtilega stemmningu...
Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina
Langar þig að bragða eina bestu súpu sem þú hefur á ævinni bragðað og skella þér um leið með bragðlaukana og hugann til Thailands? Ef svarið er já er þetta súpan fyrir þig! Hún færir þér sól í hjarta og gælir við bragðlaukana. Hér smellpassa öll hráefni einstaklega vel saman og úr verður þessi dásemdar...