Ólafsson er besta gin í heimi. Vissulega mín skoðun en margra annarra einnig. Það er margverðlaunað þrátt fyrir að hafa verið á markaði í einungis rúmt ár. Ég drakk semsagt ekki gin fyrr en ég smakkaði Ólafsson. Það segir nú ansi margt er það ekki?
Ginið er nefnt eftir Eggerti Ólafssyni skáldi og náttúrufræðingi sem uppi var á 18. öld. Ginið býr yfir einstakri mýkt og þar fær íslenska vatnið að njóta sín vel. Passar sérlega vel eitt og sér með góðu tónik en einnig í allra handa kokkteila.
Leave a Reply