Ég elska amerískar pönnukökur og býð jafnt upp á þær með kaffinu eða með brönsinum. Og jafnvel í kvöldmat ef ég dett í það að hafa bröns í kvöldmat, en það er sérlega vinsælt á mínu heimili. Þessi uppskrift er sérlega einföld og lítið vesen. Bara skál og pískur, ekkert að þeyta neinar eggjahvítur eða annað vesen. Leynivopnið er bragðbætta AB mjólkin frá Örnu en þessi með vanillubragðinu hentar sérlega vel í bakstur eins og þennan.
Leave a Reply