Allra bestu brownies bitarnir
Allra bestu brownies bitarnir

Innihaldslýsing

230g mjúkt smjör
2 bollar sykur
1 b púðursykur
4 egg
1 msk vanilludropar
1 1/2 b rautt Kornax hveiti
2/3 b kakó
1/2 tsk salt
1 1/2 b súkkulaðibitar eða grófsaxað suðusúkkulaði
Krispí að utan en mjúkar að innan. Mikið og gott súkkulaðibragð einkennir þessa dásamlegu bita!

Leiðbeiningar

1.Þeytið saman smjör og sykur í 3-4 mínútur
2.Setjið 1 egg í einu út í og skafið á milli. Þegar öll eggin eru komin út í, blandið saman vanilludropum og hrærið.
3.Setjið þurrefni út í skálina og blandið saman við með sleikju
4.Setjið súkkulaði út í og blandið varlega saman við deigið með sleikju
5.Setjið bökunarpappír í form sem er sirka 23x33cm, setjið deigið í formið og smyrjið út með sleikju eða hníf. Bakið í 25 mín ca. Varist að baka of lengi
6.Kælið kökuna á grind, dustið flórsykur yfir ef vill og skerið í passlega stóra bita

Krispí að utan en mjúkar að innan. Mikið og gott súkkulaðibragð einkennir þessa dásamlegu bita!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.