Allra bestu brownies bitarnir
Allra bestu brownies bitarnir

Innihaldslýsing

230g mjúkt smjör
2 bollar sykur
1 b púðursykur
4 egg
1 msk vanilludropar
1 1/2 b rautt Kornax hveiti
2/3 b kakó
1/2 tsk salt
1 1/2 b súkkulaðibitar eða grófsaxað suðusúkkulaði
Krispí að utan en mjúkar að innan. Mikið og gott súkkulaðibragð einkennir þessa dásamlegu bita!

Leiðbeiningar

1.Þeytið saman smjör og sykur í 3-4 mínútur
2.Setjið 1 egg í einu út í og skafið á milli. Þegar öll eggin eru komin út í, blandið saman vanilludropum og hrærið.
3.Setjið þurrefni út í skálina og blandið saman við með sleikju
4.Setjið súkkulaði út í og blandið varlega saman við deigið með sleikju
5.Setjið bökunarpappír í form sem er sirka 23x33cm, setjið deigið í formið og smyrjið út með sleikju eða hníf. Bakið í 25 mín ca. Varist að baka of lengi
6.Kælið kökuna á grind, dustið flórsykur yfir ef vill og skerið í passlega stóra bita

Krispí að utan en mjúkar að innan. Mikið og gott súkkulaðibragð einkennir þessa dásamlegu bita!

Leave your comment to Cancel Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.