
BBQ svínarif betri en á veitingahúsum

Eldun
2 klstErfiðleiki
MiðlungsRating
/rating_on.png)
/rating_on.png)
/rating_on.png)
/rating_on.png)
/rating_off.png)

Kryddblanda
2 msk púðursykur
1 msk chili krydd
1 tsk sinnepsduft
1/2 tsk laukkrydd
1 tsk svartur pipar
2 tsk salt
2 kg svínarif
Skolið svínarifin og þerrið. Fjarlægið hvítu filmuna undir rifjunum ef það er ekki búið að gera það. Snyrtið til og fjarlægið aukafitu. Blandið öllum hráefnum fyrir kryddblönduna saman í skál. Nuddið kryddblöndunni vel á rifin. Pakkið þeim inn í álpappír og geymið í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund helst yfir nótt. Takið rifin úr kæli og vefjið inn í álpappír. Látið í 160°c heitan ofn (ekki blástur) í um 2 klst. Fjarlægið álpappírinn og penslið rifin með bbq sósunni. Grillið á hvorri hlið í um 5 mínútur og penslið þau reglulega.
BBQ sósa
1 tsk chili krydd
1 tsk laukduft
1/2 tsk hvítlauksduft
2 msk smjör
180 ml Heinz tómatsósa
180 ml apríkósusulta
60 ml eplaedik
2 msk hlynsíróp
1 msk dijon sinnep
1 msk Heinz Worcestershire sósa
Tabasco Sriracha
salt og pipar
Bræðið smjör í pott og bætið kryddum saman við. Bætið hinum hráefnunum saman við og látið malla yfir lágum hita í 5 mínútur. Smakkið til með tabasco sriracha. Saltið og piprið.
Fyrir 3-4

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply