Innihaldslýsing

200g heilhveitikex, t.d Digestive eða Haust
120g mjúkt smjör
2 dósir skyr með bláberjum í botninum frá Örnu
300ml rjómi frá Örnu
1 tsk vanilludropar
4 msk sykur
4 matarlímsblöð (má sleppa)
3 msk ferskur sítrónusafi (sleppið ef matarlímið er ekki notað)
Bláberjasulta eftir smekk
Lemon curd eftir smekk, heimagert eða keypt tilbúið
Það fer fátt betur með bláberjum en sítrónur og hérna parast þetta saman í geggjuðum desert. Þessi skyrkaka er mjög einföld og frískleg og hentar sérlega vel í grillveislur t.d....

Leiðbeiningar

1.Myljið kexið smátt í matvinnsluvél, bætið mjúku smjörinu saman við og vinnið þar til það er blandað saman við mylsnuna.
2.Þrýstið kexblöndunni í form eða skál eftir smekk.
3.Setjið skyr í skál og hrærið því saman svo bláberin í botninum blandist saman við skyrið. Þeytið rjómann með flórsykrinum og vanilludropunum. Blandið rjómanum saman við skyrið með sleikju.
4.Setjið sítrónusafann í pott og matarlímsblöð í bleyti í kalt vatn í smástund. Þegar matarlímið er orðið mjúkt, kreistið vatnið úr því og setjið í pottinn með sítrónusafanum. Bræðið matarlímið við vægan hita. Þegar það er bráðið, takið pottinn af hellunni og blandið saman við skyrblönduna. Athugið að þessu skrefi má sleppa en kakan verður stífari við þetta.
5.Hellið skyrblöndunni yfir kexið og jafnið út. Setjið lemon curd og bláberja sultu til skiptis á toppinn og dreifið aðeins úr með skeið eða prjóni.
6.Kælið í að minnsta kosti 1 klst, helst lengur.

Það fer fátt betur með bláberjum en sítrónur og hérna parast þetta saman í geggjuðum desert. Þessi skyrkaka er mjög einföld og frískleg og hentar sérlega vel í grillveislur t.d. Í kökuna nota ég Örnu Skyrið með bláberjum í botninum, það er alveg sérlega gott eitt og sér en hentar einnig í kökur sem þessar. Það er rjómakennt en alls ekki of súrt. Það er hægt að gera þennan desert daginn áður og verður jafnvel bara betri ef eitthvað er.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.