Innihaldslýsing

Belgískar vöfflur
1 og 3/4 bolli hveiti
1/4 bolli maizena mjöl
2 msk sykur
1 msk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
2 stór egg
1/2 bolli jurtaolía
2 tsk vanilludropar
1 bolli AB mjólk frá Örnu
3/4 bolli Nýmjólk frá Örnu
Ég hef alltaf verið mikið fyrir vöfflur og baka þær nokkrum sinnum í mánuði. Oftast baka ég þessar hefðbundnu íslensku en mér þykir mjög gott að breyta aðeins til og...

Leiðbeiningar

1.Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið í með písk.
2.Hrærið saman eggjum, vanillu, olíu, ab mjólk og mjólk og blandið smám saman við þurrefnin. Deigið á að vera þykkara en venjulegt vöffludeig.
3.Setjið 1/4 bolla af deigi í hvort hólf á 2ja vöfflu belgísku vöfflujárni (fæst í flestum raftækjaverslunum)
4.Setjið tilbúnar vöfflur á grind svo þær svitni ekki.
5.Raðið vöfflum á diska og toppið með saltkaramellu, rjóma og berjum
6.--------
7.Saltkaramella aðferð:
8.Bræðið sykur við vægan hita og hrærið stöðugt í. Þegar sykurinn er bráðinn og orðinn vel gylltur, jafnvel svona "amber" litaður bætið þið smjöri út í í nokkrum bitum og hrærið aðeins í, hellið rjóma varlega saman við. Hrærið vel og bætið sjávarsalti út í að síðustu. Þessi skammtur passar fullkomlega í krukkurnar undan Haustjógúrtinni frá Örnu

Ég hef alltaf verið mikið fyrir vöfflur og baka þær nokkrum sinnum í mánuði. Oftast baka ég þessar hefðbundnu íslensku en mér þykir mjög gott að breyta aðeins til og baka þá gjarnan belgískar. Þessar þykku, stökkar að utan en mjúkar og flöffí að innan. Algjörlega guðdómlegar í þessari útgáfu með einföldustu og bestu saltkaramellusósu sem hægt er að útbúa og bera fram með þeyttum rjóma og hindberjum. Einnig er gott að bera fram með annars konar berjum, t.d jarðarberjum.

 

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.