Innihaldslýsing

Botn:
1/2 bolli hnetublanda frá Rapunzel
1/2 bolli ristuð sesamfræ frá Rapunzel
1 bolli döðlur frá Rapunzel
1 bolli kókosmjöl
Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt. Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá...

Leiðbeiningar

1.Setjið allt sem á að fara í botninn í skál og hellið köldu vatni yfir svo það rétt fljóti yfir. Látið liggja í amk 30 mín. Hneturnar og fræin fara betur í maga ef þau eru lögð í bleyti. Kasjúhneturnar sem fara í millilagið fara í bleyti á þessum tíma líka.
2.Sigtið vatnið frá og setjið allt sem á að fara í botninní matvinnsluvél, mér finnst gott að mixa allt frekar smátt.
3.Þjappið í form sem er ca 20*20cm.
4.Kælið á meðan þið útbúið millilagið.
5.Setjið kasjúhneturnar í matvinnsluvél ásamt öðru sem fer í millilag. Þeytið mjög vel, stoppið vélina á milli og skafið niður og þeytið enn lengur.
6.Smyrjið yfir botninn og setjið í frysti á meðan súkkulaðið er brætt.

Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt.

Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá tvisti. Það kemur ótrúlega vel að nota nýja möndlu og kókossmjörið með döðlunum frá Rapunzel í þessa. Gera eiginlega bara allt fyrir þessa bita.

Það er reyndar hægt að nota þetta möndlusmjör á og í allt en það er önnur saga. Það er stútfullt af góðri næringu og í því eru einungis 3 hráefni. Lífrænt ræktuð eins og allt frá Rapunzel. 40% möndlur, 40% kókos og 20% döðlur. That’s it!

Ofan á finnst mér best að blanda saman súkkulaðitegundum og hella yfir, í þetta sinn notaði ég kókossúkkulaðið góða frá Rapunzel ásamt 70% súkkulaðinu þeirra og það er að koma virkilega vel út.

Vona að þið njótið eins vel og ég!

 

Uppskrift breytt frá Ebbu Guðnýju af Völlu, myndir eftir Völlu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.