Innihaldslýsing

230g mjúkt smjör
400g sykur
4 stór egg við stofuhita
2 tsk vanillu essens eða 1 tsk vanilluduft
1 og 1/2 tsk sítrónudropar
360g hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk himalaya eða sjávarsalt
1 bolli hrein ab mjólk frá Örnu, við stofuhita
1/4 bolli ferskur sítrónusafi
rifinn sítrónubörkur af hálfri sítrónu
200g fersk bláber
Þessi kaka er alveg himnesk þó ég segi sjálf frá. Hún er frekar einföld í gerð, ótrúlega djúsí og bragðmikil. Ég nota ab mjólkina frá Örnu í deigið en það gerir það að verkum að hún verður alveg extra mjúk. Í henni eru einnig fersk bláber og ferskur sítrónusafi ásamt rifnum sítrónuberki sem gefur sérlega...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 160°C
2.Setjið deigið í formið og smyrjið því út. Bakið í miðjum ofni í 70 mín.
3.Byrjið á því að þeyta saman smjör og sykur. Skafið niður á milli og þeytið áfram.
4.Bætið við einu eggi í einu og þeytið vel á milli. Skafið niður á milli.
5.Setjið ab mjólk, sítrónusafa og sítrónubörk út í eggjablönduna og hrærið. Bætið þá við þurrefnum og hrærið þar til deigið er rétt svo orðið samlagað, alls ekki hræra lengi.
6.Blandið saman þurrefnum í skál og hrærið saman með písk. Setjið til hliðar.
7.Bætið bláberjum varlega saman við með sleikju.
8.Gerið kremið tilbúið á meðan kakan er í ofninum.
9.Kælið kökuna alveg áður en þið losið hana úr forminu, annars á hún það á hættu að brotna eða festast í forminu.
10.Setjið kremið á kalda kökuna og skreytið með ferskum bláberjum og röspuðum sítrónuberki.

Þessi kaka er alveg himnesk þó ég segi sjálf frá. Hún er frekar einföld í gerð, ótrúlega djúsí og bragðmikil. Ég nota ab mjólkina frá Örnu í deigið en það gerir það að verkum að hún verður alveg extra mjúk. Í henni eru einnig fersk bláber og ferskur sítrónusafi ásamt rifnum sítrónuberki sem gefur sérlega gott bragð. Rjómaostakremið er svo punkturinn yfir i -ið.

 

 

 

 

 

 

 

Uppskrift og myndir eru eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu á Bolungarvík

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.