Já nú er komið að almennilegri marengsbombu og þessi er ein af þeim rosalegri. Grunnurinn af henni er gömul fjölskylduuppskrift sem mamma og amma ábyggilega líka gerðu fyrir öll afmæli hér áður fyrr. Ég breytti henni aðeins og hugmyndin var þessi klassíski bragðarefur sem margir fá sér, kókosbollur, jarðarber og nóakropp. Eða er ég bara ein um að setja það í minn?
Ég nota hérna vel af Örnu rjómanum en ég nota hann alltaf þar sem öll mín fjölskylda er með laktósaóþol og okkur þykir hann fara miklu betur í okkur en annar rjómi.
Þessi bomba er alveg fullkominn eftirréttur á páskaborðið en auðvitað líka á öll önnur veisluborð!
Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík
Leave a Reply