Innihaldslýsing

4 stórar eggjahvítur við stofuhita
200g hvítur sykur
80g 70% súkkulaði
100g kókosmjöl
1/2l. rjómi frá Örnu
1/2 dós niðursoðin jarðarber, safi sigtaður vel frá
Nóakropp eftir smekk
Fersk jarðarber
Já nú er komið að almennilegri marengsbombu og þessi er ein af þeim rosalegri. Grunnurinn af henni er gömul fjölskylduuppskrift sem mamma og amma ábyggilega líka gerðu fyrir öll afmæli hér áður fyrr. Ég breytti henni aðeins og hugmyndin var þessi klassíski bragðarefur sem margir fá sér, kókosbollur, jarðarber og nóakropp. Eða er ég bara...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 160°C blástur
2.Þeytið eggjahvítur vel og setjið 1 msk af sykrinum út í í einu. Endurtakið þar til sykurinn er allur kominn í skálina og hann uppleystur. Átt að geta hvolft skálinni án þess að marengsinn leki.
3.Saxið súkkulaðið smátt og blandið því ásamt kókos saman við marengsinn með sleikju.
4.Teiknið 3 hringi um 18cm á bökunarpappír. Skiptið deiginu í þrennt á milli og mótið botnana
5.Bakið í 40-45 mín, takið út og látið kólna alveg.
6.Setjið einn botn á kökudisk og smyrjið vel af rjómanum yfir, setjið nóakropp eftir smekk yfir rjómann og lokið með kökubotni. Endurtakið. Lokið með 3ja botninum og setjið restina af rjómanum yfir. Skreytið með jarðarberjum, kókos og nóakroppi.
7.Stífþeytið rjómann og merjið jarðarberin. Blandið jarðarberjum saman við rjómann.

Já nú er komið að almennilegri marengsbombu og þessi er ein af þeim rosalegri. Grunnurinn af henni er gömul fjölskylduuppskrift sem mamma og amma ábyggilega líka gerðu fyrir öll afmæli hér áður fyrr. Ég breytti henni aðeins og hugmyndin var þessi klassíski bragðarefur sem margir fá sér, kókosbollur, jarðarber og nóakropp. Eða er ég bara ein um að setja það í minn?

Ég nota hérna vel af Örnu rjómanum en ég nota hann alltaf þar sem öll mín fjölskylda er með laktósaóþol og okkur þykir hann fara miklu betur í okkur en annar rjómi.

Þessi bomba er alveg fullkominn eftirréttur á páskaborðið en auðvitað líka á öll önnur veisluborð!

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.