Þegar ég gekk með son minn fyrir rúmum 4 árum þá fékk ég algjört æði fyrir buffalo sósu og setti hana bókstaflega á allt. Síðan þá hef ég alltaf haldið upp á allt með þessari sósu og reyni að koma henni fyrir á sem flestum stöðum. Heimagerðir kjúklingastrimlar eru ótrúlega auðveldir í gerð og eru aðallega bara smá handavinna. Fetaosta sósan er algjörlega fullkomin með og dempar aðeins hitann af buffalo sósunni. Ég ber yfirleitt franskar fram með kjúklingastrimlum en það er ekkert því til fyrirstöðu að setja þá í vefjur með sósunni eða jafnvel salat. Það er hægt að leika sér með þessa uppskrift og gera það sem manni finnst best.
Leave a Reply