Innihaldslýsing

1 pakki Pizza base frá Mission, inniheldur 2 botna
2 camembert ostar
2 kúlur ferskur mozzarella
1 dós trönuberjasósa
ferskt timían
parmesanostur, rifinn
svartur pipar
Gerir 2 pizzur

Leiðbeiningar

1.Setjið 3-4 msk af trönuberjasósu á hvorn botn og dreyfið vel úr.
2.Skerið camembert niður í sneiðar og raðið á pizzuna. Þerrið mozzarellakúlurnar vel og rífið niður. Setjið yfir camembert ostinn.
3.Látið pizzuna í 200°c heitan ofn í um 15 mínútur. Fylgist með að osturinn sé mjúkur, lækkið annars hitann.
4.Takið úr ofni og piprið. Setjið nokkra dropa af trönuberjasósunni á pizzurnar.
5.Stráið parmesan yfir allt og endið á að raða fersku timían yfir pizzurnar.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.