Innihaldslýsing

4 stór egg, aðskilin
70g sykur
100g Ren rå marsípan
1 krukka rauð kokkteilber
100g saxað súkkulaði
500ml rjómi frá Örnu
3 msk vökvi frá kokkteilberjunum
Það er einhver dásamleg nostalgía fólgin í marsípani og kokkteilberjum. Þessi jólin er ég búin að fara í marga hringi með eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Alla klassísku og góðu eftirréttina, allra...

Leiðbeiningar

1.Þeytið eggjarauður og sykur í einni skál
2.Stífþeytið eggjahvíturnar í annarri skál
3.Skerið marsípanið og kokkteilberin í litla bita. Skiljið eftir 4-6 ber til skrauts.
4.Stífþeytið rjómann.
5.Blandið rjómanum saman við eggjablönduna með sleikju. Setjið marsípan, kokkteilber, súkkulaði og vökvann frá berjunum út í og blandið varlega með sleikjunni.
6.Að síðustu setjið þið eggjahvíturnar út í og blandið saman við með sleikju. Passið að gera það varlega svo þeytingin fari ekki úr hvítunun.
7.Setjið í 2 form að eigin vali. Frystið að minnsta kosti yfir nótt.

Það er einhver dásamleg nostalgía fólgin í marsípani og kokkteilberjum. Þessi jólin er ég búin að fara í marga hringi með eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Alla klassísku og góðu eftirréttina, allra handa ísa og ég veit ekki hvað. En nú er ég með hamborgarhrygg en hann hef ég ekki haft á jólum í mörg ár. Það kallar á eitthvað álíka klassískt og því varð þessi ís til.

Ég nota laktósafría rjómann frá Örnu í ísinn en hann fer að mínu mati aðeins betur í magann og það veitir ekki af á sjálfum jólunum.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.