Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá er þetta auðvitað upplagður morgunverður ekki satt?
Örnu vanilluskyr í botninn | |
Millilag: | |
1 lítill eða rúmlega hálfur frosinn banani | |
2 dl frosið mangó | |
1 dl frosinn ananas | |
2-3 ferskar döðlur | |
2 msk gróft lífrænt hnetusmjör | |
1 dl kalt sterkt kaffi | |
1 dl möndlumjólk ósæt | |
Ofan á: | |
Granóla | |
söxuð fersk jarðarber | |
saxað súkkulaði | |
Karamellu kókosflögur | |
Fínt hnetusmjör |
Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá...
1. | Setjið banana, mangó, ananas, döðlur, hnetusmjör, möndlumjólk og kaffi í matvinnsluvél eða kraftmikinn blandara. Endilega smakkið ykkur til, mögulega meira kaffi? Hnetusmjör? Möndlumjólk? Áferðin á að vera eins og þetta sé þykkur ís. |
2. | Setjið skyr í botn á skál, millilag eftir smekk yfir og toppið með jarðarberjum, granóla, súkkulaði, karamellukókosflögum og hnetusmjöri. |
3. | Njótið með enn meiru af góðu kaffi! |
Leave a Reply