Innihaldslýsing

6 msk chia-fræ
6 msk haframjöl
2 msk hörfræ
4 msk möndlur, saxaðar
4 msk rúsínur
12 msk jógúrt
360 ml mjólk að eigin vali
1 msk vanilludropar
8 msk bláber (eða ber að eigin vali)
Uppáhalds chia grauturinn

Leiðbeiningar

1.Blandið hráefnunum varlega saman í skál eða krukku. Setjið plastfilmu eða lok yfir.

Chia-fræ eru uppspretta andoxunarefna, vítamína og steinefna. Fræin eru próteinrík og stútfull af omega-3-fitusýrum. Þegar maður leggur fræin í bleyti þenjast þau út, veita meiri fyllingu í maga og draga þannig úr svengdartilfinningu. Það er því tilvalið að byrja daginn á góðum chia-graut og þessi er hreint út sagt frábær. Hann er gerður kvöldinu áður og borðaður að morgni og fullkomnaður með kókosflögum, bláberjum og hlynsýrópi.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.