Innihaldslýsing

1 msk ólífuolía, ég notaði frá Rapunzel
1 miðlungsstór saxaður laukur
1 stór rauð paprika söxuð
1/2 saxaður geiralaus hvítlaukur
1 tsk cumin
1 tsk paprikukrydd
1 tsk reykt paprikukrydd
1/2 tsk oregano
1 dós saxaðir tómatar frá Rapunzel
4 lífræn egg
fersk steinselja
Margir segja að Shakshuka sé hinn fullkomni morgunverður en hvað er það samt? Shakshuka þýðir “blanda” eða “blanda af einhverju” á arabísku. Þetta er blanda af heitu grænmeti, gjarnan lauk, papriku og tómötum ásamt nokkrum góðum kryddum sem steikt er á pönnu. Yfir heita grænmetið sem verður að einhverju dásamlegu mauki eru svo sett egg...

Leiðbeiningar

1.Hitið olíuna á pönnu og steikið laukinn ásamt smá salti og pipar, steikið á vægum hita í 5 mín.
2.Bætið þá papriku og steikið áfram í aðrar 5 mín eða þangað til grænmetið er orðið brúnað.
3.Bætið þá við hvítlauk og söxuðum tómötum ásamt kryddum og látið malla áfram í 10 mín þangað til sósan hefur þykknað.
4.Gerið 4 holur í sósuna og brjótið eggin ofan í. Saltið eggin aðeins og setjið lokið á pönnuna. Látið malla í ca. 6 mín eða þangað til hvítan er soðin.
5.Berið strax fram með nýbökuðu súrdeigsbrauði.

Margir segja að Shakshuka sé hinn fullkomni morgunverður en hvað er það samt?

Shakshuka þýðir “blanda” eða “blanda af einhverju” á arabísku. Þetta er blanda af heitu grænmeti, gjarnan lauk, papriku og tómötum ásamt nokkrum góðum kryddum sem steikt er á pönnu. Yfir heita grænmetið sem verður að einhverju dásamlegu mauki eru svo sett egg sem gufusjóðast á pönnunni. Og best er að hafa rauðuna vel fljótandi.

Þessi blanda, grænmeti, góð krydd og egg eru fullkominn morgunmatur, fer vel á brunch borðið og ég mæli að bera réttinn fram með mímósu ef stemning er fyrir því.

 

 

 

 

 

Þessi færsla er unnin af Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel á Íslandi

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.