Þessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir harðari og geymast vel í loftþéttu boxi eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert að hefa þá. Ég nota hér hrásykur í stað venjulegs hvíts sykurs og mér finnst þeir verða bragðbetri fyrir vikið. Það kemur eitthvað svo gott bragð þegar ég nota hann frekar og mæli eindregið með því að prófa.

Leave a Reply