Grísk fetaostsídýfa með ólífum og kirsuberjatómötum
Grísk fetaostsídýfa með ólífum og kirsuberjatómötum

Innihaldslýsing

1 krukka Salatfeti i kryddlegi frá Örnu
1 pk Kryddostur með pipar frá Örnu
1 hvítlauksgeiri
2 msk nýkreistur sítrónusafi
8 svartar ólífur
1/2 tsk þurrkað dill
1/2 grænn chili
4 msk majónes
Rifinn ostur með hvítlauk frá Örnu
Nokkrir kokkteiltómatar skornir í tvennt
Fersk steinselja og vorlaukur eftir smekk
Þessi heita ostaídýfa er fullkominn forréttur, partý- eða saumaklúbbsréttur. Jafnvel bara fyrir tvo að deila með góðu snittubrauði og vínglasi.     Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu  

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 190°C
2.Sigtið fetaostinn og skerið kryddostinn í bita.
3.Setjið allt í matvinnsluvél fyrir utan rifinn ost, tómata og fersk krydd
4.Setjið í lítið eldfast mót og setjið rifinn ost ofan á eftir smekk.
5.Bakið fyrst í 10 mín, takið út og bætið hálfum kirsuberjatómötum ofan á.
6.Bakið þar til osturinn er gylltur, má vel setja grillið á í lokin.
7.Skreytið með ferskri steinselju og vorlauk en má sleppa

Þessi heita ostaídýfa er fullkominn forréttur, partý- eða saumaklúbbsréttur. Jafnvel bara fyrir tvo að deila með góðu snittubrauði og vínglasi.

 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.