Innihaldslýsing

2 kg bökunarkartöflur
1 kg KEA hamborgarhryggur
3 púrrulaukar
40 g smjör
2 grænmeti- eða kjúklingateningar
2 1/2 msk hveiti
500 ml rjómi
500 ml mjólk
1 msk timían
1 msk basilíka
salt og pipar
Fyrir 4-6 manns

Leiðbeiningar

1.Skerið kartöflurnar og púrrulaukinn í sneiðar.
2.Látið kartöflurnar, púrrulauk og hamborgarhrygg í ofnfast mótl
3.Bræðið smjör og grænmetis/kjúklingateninginn í potti.
4.Látið hveiti saman við og hrærið stöðugt þar til deigklumpur myndast. Bætið rjóma smátt saman við.
5.Bætið þá mjólk, timían, basilíku, salti og pipar saman við.
6.Hellið blöndunni í ofnfasta mótið.
7.Látið í 180°c heitan ofn í 1 klst og 15 mínútur.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Kjarnafæði-Norðlenska

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.