Þetta brauð kannast margir við sem hafa verið í Noregi í desember. Sætt gerbrauð með ilmandi kardimommum og rúsínum. Það er langbest þegar það er nýbakað og smurt með smjöri en margir Norðmenn njóta þess líka með brunost. Þetta er mjög einfalt brauð í gerð en tekur smá tíma auðvitað þar sem það þarf sinn tíma til að hefast. Það er fullkomið að bjóða upp á það í hádeginu um helgi, aðventubröns eða jafnvel á kaffihlaðborð.
Leave a Reply