Innihaldslýsing

125g smjör
5 dl nýmjólk frá Örnu
20g þurrger
900g hveiti + auka til að hnoða
2 tsk malaðar kardimommur
1/2 tsk salt
125g sykur
150g rúsínur
1 egg
Þetta brauð kannast margir við sem hafa verið í Noregi í desember. Sætt gerbrauð með ilmandi kardimommum og rúsínum. Það er langbest þegar það er nýbakað og smurt með smjöri en margir Norðmenn njóta þess líka með brunost. Þetta er mjög einfalt brauð í gerð en tekur smá tíma auðvitað þar sem það þarf sinn...

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjör í potti og bætið mjólk saman við. Þegar blandan er fingurvolg setjið þurrgerið saman við og bíðið í 5 mín eða þar til það er farið að freyða.
2.Setjið hveiti, sykur, salt og kardimommur saman í hrærivélaskál og setjið krókinn á. Blandið þurrefnum saman lítillega.
3.Setjið mjólkurblönduna rólega saman við þurrefnin og hnoðið á lágum hraða. Setjið rúsínurnar saman við og haldið áfram að hnoða þar til deigið er samfellt. Takið krókinn af, mótið aðeins deigið í kúlu og setjið plastfilmu yfir. Hefið í 40 mín.
4.Smyrjið 2 jólakökuform miðlungsstór, skiptið deiginu í tvennt, mótið í hleif og setjið í formin. Setið rakt viskastykki yfir brauðin og hefið aftur í 40 mín. Mér finnst oft gott að taka seinni hefun í ofninum og stilla hann á 50°C og úða hann að innan með vatni til að mynda gufu.
5.Takið brauðin út eftir hefun og hitið ofninn í 200°C og penslið brauðin með samanslegnu eggi. Bakið í 25 - 30 mín.

Þetta brauð kannast margir við sem hafa verið í Noregi í desember. Sætt gerbrauð með ilmandi kardimommum og rúsínum. Það er langbest þegar það er nýbakað og smurt með smjöri en margir Norðmenn njóta þess líka með brunost. Þetta er mjög einfalt brauð í gerð en tekur smá tíma auðvitað þar sem það þarf sinn tíma til að hefast. Það er fullkomið að bjóða upp á það í hádeginu um helgi, aðventubröns eða jafnvel á kaffihlaðborð.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík
Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.