Innihaldslýsing

1 dós (400g) heilir tómatar í dós
70 g tómatpúrra, t.d. frá Himneskri hollustu
1 laukur, saxaður smátt
4 hvítlaukrif, söxuð smátt
1 tsk hvítvínsedik
3 tsk sykur
2-3 msk ítalinn, krydd frá Kryddhúsinu
handfylli fersk basilíka
Fyrir ca 4 pizzur

Leiðbeiningar

1.Setjið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk við meðalháan hita.
2.Setjið hin hráefnin saman við og látið malla á lægsta hita í nokkurn tíma. Ef sósan þykknar of mikið er í góðu lagi að bæta smá vatni saman við.
3.Smakkið til með hvítvínsediki, sykri og ítalanum. Saltið .

Ítalinn er bragðmikið pizza- og pastakrydd en einnig frábært á steikina. Ítalinn er fyrsta krydd GRGS og
er unnið í samstarfi við Kryddhúsið sem framleiðir hágæða krydd sem innihalda ekki salt.
Ítalinn fæst í Hagkaup, Fjarðarkaup og Nóatúni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.