Innihaldslýsing

1 1/2 bolli hveiti
3/4 bolli sykur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 stórt eða 2 minni græn epli, skorin í bita
2 egg við stofuhita
1/2 bolli grísk jógúrt frá Örnu
1/2 bolli jurtaolía
2 tsk vanilludropar
1/4 bolli sykur
1 msk mjúkt smjör
1 tsk kanill
50g flórsykur
1-2 msk nýmjólk frá Örnu
Í einfaldleika sínum eru eplakökur eitt það besta bakkelsi sem ég veit um. Fljótlegar, fá hráefni og yfirleitt eru hráefnin til. Þessi kaka er ein sú allra besta sem ég...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 170°C blástur
2.Setjið öll þurrefni í skál fyrir utan sykurinn og kanilinn sem talinn er upp síðast. Hrærið í með sleif.
3.Afhýðið og skerið eplin í bita.
4.Setjið egg, grísku jógúrtina, olíu og vanilludropa saman við og hrærið þar til deigið er orðið samfellt. Gætið þess að hræra ekki of mikið.
5.Smyrjið 23cm hringlaga form
6.Setjið eplin saman við og blandið vel saman við deigið. Setjið deigið í formið.
7.Blandið saman mjúka smjörinu, sykri og kanil saman og dreifið í litlum klumpum yfir kökuna.
8.Bakið í 45 mín eða þar til prjóni sem stungið er í miðja kökuna kemur þurr upp.
9.Kælið kökuna á grind, þegar hún er orðin stofuheit, hrærið saman flórsykri og mjólk, dreifið að síðustu glassúr yfir kökuna.

Í einfaldleika sínum eru eplakökur eitt það besta bakkelsi sem ég veit um. Fljótlegar, fá hráefni og yfirleitt eru hráefnin til. Þessi kaka er ein sú allra besta sem ég hef gert, mjúk og bragðgóð. Í þessari er grísk jógúrt og ég held að hún geri gæfumuninn. Ég notaði grísku jógúrtina frá Örnu en mér finnst hún best af þeim tegundum sem í boði eru, þykk og ekki of súr.

Þessi er svo einföld og þægileg að það þarf ekki einu sinni hrærivél eða handþeytara!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.