Um helgar er tilvalin að skella í smá bakstur til að njóta í rólegheitum með fjölskyldunni. Svo ég tali nú ekki um þegar veður hefur verið í verri kantinum og varla hundi út sigandi. Þessi horn eru algjörlega himnesk og henta alveg sérlega vel með góðum kaffibolla. Ég nota suðusúkkulaðið með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa í fyllinguna ásamt pistasíuhnetum og sú blanda er alveg einstök. Þessi horn er vel hægt að frysta og taka nokkur út í einu og hita upp. Ég sé líka alveg fyrir mér að þau væru vinsæl í barnaafmælin eða ferminguna.


Leave a Reply