Innihaldslýsing

600g hveiti + til að hnoða upp úr
3 tsk þurrger
1 tsk salt
50g sykur
300ml volgt vatn
70ml olía
1 egg
150g Síríus suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti
80g pistasíur
1 egg til að pensla með
Saxað súkkulaði til að dreifa yfir hornin
Um helgar er tilvalin að skella í smá bakstur til að njóta í rólegheitum með fjölskyldunni. Svo ég tali nú ekki um þegar veður hefur verið í verri kantinum og varla hundi út sigandi. Þessi horn eru algjörlega himnesk og henta alveg sérlega vel með góðum kaffibolla. Ég nota suðusúkkulaðið með karamellukurli og sjávarsalti frá...

Leiðbeiningar

1.Setjið þurrefnin saman í hrærivélaskál og velgið vatnið upp í 37°C.
2.Setjið krókinn á hrærivélina og byrjið að hræra á lágum hraða. Setjið vatnið rólega saman við og setjið eggið og olíuna út í strax á eftir. Deigið er frekar blautt á þessu stigi en það er allt í góðu lagi. Látið hrærivélina hnoða deigið í 5-7 mín.
3.Takið deigið úr skálinni og hnoðið því saman í kúlu, hérna er ágætt að bæta örlitlu af hveiti saman við. Spreyið olíuspreyi eða penslið smá olíu í skál og setjið deigið í skálina. Hyljið með plastfilmu og látið hefast í 40 mín. Saxið súkkulaðið og pistasíurnar gróft og setjið til hliðar.
4.Takið þá deigið og skiptið í tvennt. Varist að hnoða það of mikið. Stráið smá hveiti á borðplötuna og fletjið deigið út í hring.
5.Skerið hringinn í 8 hluta eins og pítsusneiðar. Setjið súkkulaði og hnetur á breiðasta hlutann og rúllið upp í horn frá breiðasta endanum. Skiljið smávegis eftir af hnetunum til þess að strá yfir hornin.
6.Setjið hornin á bökunarplötu sem klædd hefur verið bökunarpappír. Hitið ofninn í 45°C og úðið að innan með vatni.
7.Setjið plöturnar inn og hefið í ofninum í ca. 30 mín. Takið þá plöturnar útúr ofninum og hitið hann upp í 200°C blástur.
8.Penslið hornin með egginu og stráið smátt söxuðum pistasíum yfir. Bakið í 10-15 mín, tíminn fer eftir ofnum, fylgist bara vel með, þau eru tilbúin þegar þau eru orðin fallega gyllt.
9.Stráið söxuðu súkkulaði yfir bökuð hornin um leið og þau koma útúr ofninum.

Um helgar er tilvalin að skella í smá bakstur til að njóta í rólegheitum með fjölskyldunni. Svo ég tali nú ekki um þegar veður hefur verið í verri kantinum og varla hundi út sigandi. Þessi horn eru algjörlega himnesk og henta alveg sérlega vel með góðum kaffibolla. Ég nota suðusúkkulaðið með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa í fyllinguna ásamt pistasíuhnetum og sú blanda er alveg einstök. Þessi horn er vel hægt að frysta og taka nokkur út í einu og hita upp. Ég sé líka alveg fyrir mér að þau væru vinsæl í barnaafmælin eða ferminguna.

Skiptið deiginu í 8 parta og stráið súkkulaði og hnetum á breiðari endann

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Nóa Síríus

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.