Innihaldslýsing

5-600g laxaflak
80g Eat real Hummus snakk með dilli
35g bráðið smjör
1/2 msk raspaður sítrónubörkur
1 msk sítrónusafi ferskur
2 msk parmesan rifinn
1 tsk þurrkuð steinselja
1/2 tsk þurrkað dill
1/2 tsk sjávarsalt
Lax er hollur og hrikalega góður, ef hann er rétt matreiddur. Það er alveg grátlegt að taka flott hráefni eins og góðan lax og eyðileggja hann með því að ofelda hann og krydda hann ekki almennilega. Þessi réttur er virkilega einfaldur og fljótlegur auk þess að vera ótrúlega bragðgóður. Það gerir alveg ótrúlega mikið að...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 200°C blástur
2.Setjið laxaflakið á bökunarpappír eða álpappír og setjið á ofnplötu.
3.Setjið snakkið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Setjið í skál og blandið restinni af innihaldsefnum saman við. Dreifið yfir laxinn og bakið í ca. 20 mín.
4.Ég bar fram soðið perlubygg og mangó chutney sósu með en einnig er gott að hafa ferskt salat til hliðar.

Lax er hollur og hrikalega góður, ef hann er rétt matreiddur. Það er alveg grátlegt að taka flott hráefni eins og góðan lax og eyðileggja hann með því að ofelda hann og krydda hann ekki almennilega. Þessi réttur er virkilega einfaldur og fljótlegur auk þess að vera ótrúlega bragðgóður. Það gerir alveg ótrúlega mikið að setja svona dásamlegt kryddrasp á hann. Hér myl ég niður Eat real hummus chips með dillbragði og bæti við ýmsu góðgæti. Útkoman verður einhver ótrúleg bragð og áferðar bomba!

 

 

Eat Real Creamy Dill Hummus Chips | Holland & Barrett

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.