Við ELLLSKUM að fá gestabloggara í heimsókn og það er orðið alltof langt síðan síðast.
Að þessu sinni kynnum við til leiks hana Guðrúnu Ýr Eðvaldsdóttur sem heldur úti hinni glæsilegu vefsíðu Döðlur & smjör sem er orðin ein af okkar allra uppáhalds matarbloggum með girnilegum uppskriftum og dásamlegum ljósmyndum. Við gefum Guðrúnu orðið:
Til að segja aðeins frá mér þá er ég 31 árs og starfa sem Forstöðumaður Klifsins- skapandi seturs. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
því sem er skapandi og lærði BA í listfræði, fatahönnun og MA ímenningarstjórnun. Ég hef alltaf haft áhuga á matargerð og bakstri, starfaði um tíma hjá Gestgjafanum og í eldhúsinu og vöruþróun hjá Kruðeríi Kaffitárs.
Guðrún gefur okkur hér uppskrift að geggjaðri súkkulaðiköku með lakkrís-smjörkremi sem slær ávallt í gegn. Þetta er hinn fullkomna veislukaka!
Guðrún gefur okkur uppskrift að þessari himnesku súkkulaðiköku með lakkrískremi sem slær í gegn í öllum veislum.
Leave a Reply