Innihaldslýsing

230g blandaðar hnetur frá Rapunzel
300g hvítt súkkulaði með kókos frá Rapunzel
50g mjólkursúkkulaði frá Rapunzel
Nei vá. Þetta er bara með því besta sælgæti sem ég hef útbúið. Fáránlega einfalt í gerð og fá innihaldsefni. Það er nauðsynlegt að rista hneturnar áður en lengra er haldið en þannig verður bragðið bæði betra og þær stökkari. Ég mæli einnig með því að geyma molana í kæli eða frysti en hvítt súkkulaði...

Leiðbeiningar

1.Leyfið hnetunum að kólna að mestu og hreinsið eins mikið af heslihnetuhýðinu í burtu. Það má alveg sleppa því en fallegra ef það er gert.
2.Dreifið hnetunum í ofnskúffu og bakið í 20 mín. Ofnið ofninn eftir 10 mín og hrærið aðeins í þeim.
3.Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði. Passið að skálin fari ekki ofan í vatnið. Þegar súkkulaðið er bráðið hellið því þá saman við hneturnar og blandið saman. Setjið litlar hrúgur á bökunarpappír og kælið við stofuhita.
4.Bræðið mjólkursúkkulaðið og drisslið því yfir bitana. Kælið við stofuhita en færið svo inn í kæli ef vill.

Nei vá. Þetta er bara með því besta sælgæti sem ég hef útbúið. Fáránlega einfalt í gerð og fá innihaldsefni.

Það er nauðsynlegt að rista hneturnar áður en lengra er haldið en þannig verður bragðið bæði betra og þær stökkari. Ég mæli einnig með því að geyma molana í kæli eða frysti en hvítt súkkulaði þránar auðveldlega og því geymast þeir betur þannig.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.