Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt.
Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá tvisti. Það kemur ótrúlega vel að nota nýja möndlu og kókossmjörið með döðlunum frá Rapunzel í þessa. Gera eiginlega bara allt fyrir þessa bita.
Það er reyndar hægt að nota þetta möndlusmjör á og í allt en það er önnur saga. Það er stútfullt af góðri næringu og í því eru einungis 3 hráefni. Lífrænt ræktuð eins og allt frá Rapunzel. 40% möndlur, 40% kókos og 20% döðlur. That’s it!
Ofan á finnst mér best að blanda saman súkkulaðitegundum og hella yfir, í þetta sinn notaði ég kókossúkkulaðið góða frá Rapunzel ásamt 70% súkkulaðinu þeirra og það er að koma virkilega vel út.
Vona að þið njótið eins vel og ég!
Uppskrift breytt frá Ebbu Guðnýju af Völlu, myndir eftir Völlu
Leave a Reply