
Það er tilvalið að baka þetta brauð í upphafi vikunnar og eiga í frysti.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska hollustu

| 600 g spelt, fínmalað frá Himneskri hollustu | |
| 300 g spelt, grófmalað frá Himneskri hollustu | |
| 100 g hörfræ | |
| 150 g haframjöl, frá Himneskri hollustu | |
| 50 g sesamfræ | |
| 50 g chiafræ | |
| 1 msk hveitiklíð | |
| 1 pakki þurrger | |
| 1 l vatn | |
| 2 msk ólífuolía |
| 1. | Setjið þurrefnin saman í skál ásamt geri. |
| 2. | Hitið vatnið þar til það er fingurvolgt og hellið saman við. |
| 3. | Bætið olíu saman við og hnoðið vel þar til það er orðið þétt í sér og farið að losna frá hrærivélaskálinni. Látið hefast í 30 mínútur. |
| 4. | Skiptið deiginu niður á tvö (2 l) eða þrjú (1.5 l) brauðform. |
| 5. | Látið hefast í smá tíma með viskustykki eða plastfilmu. |
| 6. | Setjið í 200°c heitan ofn í 30 mínútur. Takið úr forminu og bakið áfram í 10 mínútur. |

Það er tilvalið að baka þetta brauð í upphafi vikunnar og eiga í frysti.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska hollustu
Leave a Reply