Innihaldslýsing

200 gr Hrísgrjón
250 gr Ferskur Lax t.d. frá Hafinu
2 msk Hvítvínsedik
2 msk Vorlaukur
2 msk Lime safi
1 msk Sojasósa
200 gr Vatn
1 Avocado
1/4 Agúrka
1/2 Mangó
50 gr Edamame Baunir
Kóríander eftir smekk (val)
Þessi uppskrift dugar í tvær skálar

Leiðbeiningar

1.Setjið grjón í pott og vatn yfir og náið upp suðu
2.Leyfið að sjóða í 10 mín og takið svo til hliðar og kælið
3.Setjið edik yfir grjónin og hrærið í þeim til að losa þau frá hvort öðru
4.Skerið lax niður í mátulega stóra bita og setjið í skál
5.Hellið yfir laxinn lime safa og sojasósu og leyfið að standa í 5 mínútur
6.Skerið niður agúrku, avocado, mangó og vorlauk
7.Ég kaupi frosnar edamame baunir og set þær á pönnu í sirka 5 mín til að afþýða
8.Bætið öllu ofan á hrísgrjónin í skál og njótið
9.Gott er að setja Chilimayo ofaná

Þessi bráðholla skál er skemmtileg, litrík, holl og einföld og tilvalin til þess að brjóta upp hefðbundna fiskinn sem maður á oft til með að gera aftur og aftur. Það er algjörlega hægt að leika sér með innihalds efnin og setja það sem hverjum og einum finnst best ofan í hana. Mér finnst gott að hafa sushi engifer og chilimayo með og hendi því alltaf ofan á hana. Þennan rétt er ekkert mál að bjóða upp á í matarboði, en það er auðveldlega hægt að vera búinn að skera niður allt og blanda því svo saman rétt áður en rétturinn er borinn fram. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hafið, en ég versla alltaf minn fisk þar því ég veit að þar fæ ég ferskan og nýjan fisk, sem skiptir öllu máli þegar hann er notaður í svona rétti þar sem hann er ekki eldaður. Fiskurinn í þessa uppskrift kostaði tæplega 750 kr og restin af hráefnunum er ódýr – svo það þarf ekki að vera dýrt að borða hollt og gott

– Íris Blöndahl

   

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.