Innihaldslýsing

3 stórar kjúklingabringur
400g basmati hrísgrjón
800ml kjúklingasoð (vatn + 2 kjúklingateningar)
1/2 sæt kartafla skorin í stóra bita
5 meðalstórar gulrætur skornar í tvennt
1 stór rauðlaukur skorinn í báta
1 msk ólífuolía + sjávarsalt eftir smekk
2 msk Tandoori paste
1 msk hunang
1/2 tsk sjávarsalt
Á dögunum fékk ég að gjöf fjölsuðupott frá Ninja. Sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég hef sjaldan notað eitt heimilistæki eins mikið og þetta.  Þessi pottur sameinar nokkur tæki og það er ansi fátt sem er ekki hægt að gera í honum. Reyndar eru þetta í heild 8 stillingar og hægt...

Leiðbeiningar

1.Hrærið saman tandoori paste, hunangi og sjávarsalti og penslið kjúklinginn. Setjið hrísgrjón og soð í pottinn. Setijð grind yfir hrísgrjónin og leggið kjúklinginn yfir. Stillið á pressure í 5 mín. Athugið að það getur tekið nokkra stund að fá upp þrýsting á pottinn en það er alveg eðlilegt.
2.Á meðan þrýstingurinn er að koma upp og hrísgrjónin og kjúklingurinn sjóða skerið þá grænmetið.
3.Þegar tíminn er liðinn, tappið þá þrýstingnum af og opnið pottinn. Takið þrýstisuðu lokið af, setjið efri grindina í pottinn og setijð álpappír yfir grindina. Setjið grænmetið í skál og setjið ólífuolíu og sjávarsalt eftir smekk yfir. Veltið aðeins í skálinni. Hellið grænmetinu yfir álpappírinn og stillið á grill og grillið í 20 mín. Opnið pottinn 1x eða tvisvar og snúið grænmetinu.
4.Berið fram með kaldri sósu að eigin vali, mæli með góðri raita og jafnvel naan brauði.
5.Það er auðvitað hægt að elda þennan rétt án þess að nota fjölsuðupottinn. Þá eru hrísgrjónin soðin á hefðbundinn hátt, grænmetið er bakað í ofninum á 200°C í ca. 40 mín. Bringurnar eru settar í ofnfast mót og bakaðar í 25 mín eða settar inn þegar grænmetið er búið að vera í ofninum í ca. 15 mín.

Á dögunum fékk ég að gjöf fjölsuðupott frá Ninja. Sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég hef sjaldan notað eitt heimilistæki eins mikið og þetta.  Þessi pottur sameinar nokkur tæki og það er ansi fátt sem er ekki hægt að gera í honum. Reyndar eru þetta í heild 8 stillingar og hægt er að gera eftirfarandi:

  • Þrýstisuða (Pressure cooker): Hér er hægt að elda hratt án þess að tapa bragðgæðum eða vökva
  • Gufusuða: Eldað á hærra hitastigi án þess að tapa vítamínum, steinefnum eða gefa afslátt af bragði. Hér er einnig hægt að gera heimagert jógúrt.
  • Hægelda (Slow cooker): Hægsuða í lengri tíma – fullkomið fyrir allskyns kássur, pottrétti, súpur, rif ofl.
  • Steiking: Eins og þú værir að brúna kjöt eða grænmeti á pönnu
  • Air crisp: Funheitur blástur og kemur í stað airfryer – “Djúpsteiking” án þess að nota olíu eða mjög lítil olía notuð, fullkomið fyrir kartöflur, franskar og kjúkling t.d
  • Grill: Hátt hitastig og karamelliseríng
  • Bökun/ofnsteiking: Hægt að baka brauð, kökur ofl.
  • Þurrkofn: Hér er hægt að þurrka ávexti, grænmeti og kjöt.

Það tæki mig margar vikur að prófa allar stillingarnar til hins ítrasta en í uppskriftinni hér nota ég þrýstisuðuna og grillið. Ég hef prófað mig áfram með nokkrar stillingar og ég verð að segja að ég er í hálfgerðu sjokki yfir þessari snilld sem þessi pottur er. Ég elda heilan kjúkling á met tíma, innan við klukkutíma sem er mikill munur auk þess sem ég sýð villihrísgrjón í 20 mín í stað 45 mín áður. Franskar koma þvílíkt krispí og næs úr pottinum en einnig venjulegar kartöflur sem og sætar.

Mig langar að prófa næst að gera grjónagraut, beef bourguignon, kjötsúpu, kjúklingaborgara, bananabrauð… já og ég veit ekki hvað og hvað.

Það virðast vera endalausir möguleikar í þessum potti og miðað það sem hann býður upp á finnst mér verðið bara sanngjarnt. Hér getið þið skoðað pottinn á heimasíðu Elko: https://elko.is/ninja-foodi-fjolsu-upottur-7-5-litra-op500eu

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Elko

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.