Nú er þorrinn nýhafinn og við sem elskum ekki beint súrmat en langar í eitthvað fljótlegt og þjóðlegt getum skellt í þessa súpu í staðinn. Hérna nota ég íslensku kjötsúpuna frá Ora til viðbótar við afganga sem ég átti til og úr varð þessi veislumáltíð. Ég átti afgang af lambakjöti og ákvað að nota það út í súpuna ásamt afgangs grænmeti en það er þó algjört smekksatriði hvort þið viljið bæta við grænmetið. Súpan er frábær eins og sér en býður einnig upp á að hægt sé að bæta við hana afgangs kjöti, grænmeti eða hrísgrjónum sem annars yrði jafnvel hent. Held að það sé óhætt að segja að fljótlegri gerist kvöldmaturinn varla!

Leave a Reply