Innihaldslýsing

300g hveiti
1 tsk lyftiduft
4 msk sykur
2 egg
2 tsk vanilludropar
1 tsk kardimommudropar
1 tsk sítrónudropar
1.l Nýmjólk frá Örnu
50g brætt smjör eða smjörlíki
Rjómafylltar pönnukökur hafa verið bornar á borð af íslenskum húsmæðrum í tugi ára, ef ekki yfir öld bara. Það eru allskonar útgáfur til en jafnan eru þær fylltar með þeyttum rjóma og sultu og brotnar saman. Þessi útgáfa er aðeins önnur en heldur þó í sín íslensku einkenni. Klassískar íslenskar pönnukökur en nú með jarðarberjafyllingu...

Leiðbeiningar

1.Blandið saman þurrefnum og hrærið aðeins í með písk.
2.Bætið eggjum saman við ásamt smá af mjólk og dropum. Byrjið aðeins að hræra í og setjið mjólk út í í smá skömmtum.
3.Passið að hafa deigið kekkjalaust áður en rest af mjólk er hellt út í.
4.Bræðið smjör á íslenskri pönnukökupönnu og hrærið út í að síðustu.
5.Bakið pönnukökurnar og kælið alveg.
6.---------
7.Jógúrtfylling:
8.Stífþeytið rjóma og setjið til hliðar.
9.Hrærið saman sultu og jógúrtinni og saxið jarðarber.
10.Blandið jarðarberjum saman við jógúrtina.
11.Setijð rjóma saman við með sleikju, varist að hræra mikið.
12.Setjið í ísskáp í ca. 2 tíma til að fyllingin nái að stífna aðeins.
13.Takið kalda pönnuköku og setjið fyllingu á ca. 1/4 af pönnukökunni og brjótið saman.
14.Fallegt er að raða pönnukökunum á bakka og bera þær þannig fram.

Rjómafylltar pönnukökur hafa verið bornar á borð af íslenskum húsmæðrum í tugi ára, ef ekki yfir öld bara. Það eru allskonar útgáfur til en jafnan eru þær fylltar með þeyttum rjóma og sultu og brotnar saman.

Þessi útgáfa er aðeins önnur en heldur þó í sín íslensku einkenni. Klassískar íslenskar pönnukökur en nú með jarðarberjafyllingu sem í er grísk jógúrt með jarðarberjum og vanillu auk ferskra jarðarberja.

Pönnukökurnar slógu í gegn í síðasta kaffiboði og sannfærð um að þær verði hér eftir ofarlega á lista yfir það sem bara verður að vera í afmælum.

 

 

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.