1. | Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar léttar og ljósar og bætið sykri saman við. Marengsinn er tilbúinn þegar að hann er orðinn þéttur í sér og lekur ekki. Mikilvægt að hræra vel og lengi og passa að hrærivélaskálin sé ekki blaut og alveg hrein. Eins að eggjarauða læðist ekki með. |
2. | Grófsaxið salthneturnar og blandið varlega saman við með sleif. |
3. | Látið marengsinn í 24 cm bökunarform með smjörpappír. |
4. | Setjið í 180°c heitan ofn í 35-40 mínútur og opnið ekki ofninn yfir baksturstímann. |
5. | Takið marengsinn úr ofninum og leyfið að kólna. |
6. | Gerið nú rjómaísinn. Setjið rjóma í hrærivélaskál ásamt dósamjólkinni og þeytið saman. |
7. | Takið þá 1/4 af rjómablöndunni frá og bætið bláberjunum vel saman við. Ég nota frosin ber því þau eru ódýrari og henta vel í þetta. Þurfa ekki að vera alveg þiðin þegar þau fara í blönduna. |
8. | Setjið hvíta rjómann því næst yfir kalda marengsinn og því næst bláberjarjómann. Hrærið aðeins í blöndunni með hníf þannig að það komi fallgar hvítar línur í bláa rjómann. |
9. | Skreytið með bláberjum og setjið í frysti í að minnsta kosti 4 tíma. |
10. | Takið kökuna úr frysti um 30 mínútum áður en hún er borin fram. |
11. | NAMM! |
Leave a Reply