Leiðbeiningar

1.Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar léttar og ljósar og bætið sykri saman við. Marengsinn er tilbúinn þegar að hann er orðinn þéttur í sér og lekur ekki. Mikilvægt að hræra vel og lengi og passa að hrærivélaskálin sé ekki blaut og alveg hrein. Eins að eggjarauða læðist ekki með.
2.Grófsaxið salthneturnar og blandið varlega saman við með sleif.
3.Látið marengsinn í 24 cm bökunarform með smjörpappír.
4.Setjið í 180°c heitan ofn í 35-40 mínútur og opnið ekki ofninn yfir baksturstímann.
5.Takið marengsinn úr ofninum og leyfið að kólna.
6.Gerið nú rjómaísinn. Setjið rjóma í hrærivélaskál ásamt dósamjólkinni og þeytið saman.
7.Takið þá 1/4 af rjómablöndunni frá og bætið bláberjunum vel saman við. Ég nota frosin ber því þau eru ódýrari og henta vel í þetta. Þurfa ekki að vera alveg þiðin þegar þau fara í blönduna.
8.Setjið hvíta rjómann því næst yfir kalda marengsinn og því næst bláberjarjómann. Hrærið aðeins í blöndunni með hníf þannig að það komi fallgar hvítar línur í bláa rjómann.
9.Skreytið með bláberjum og setjið í frysti í að minnsta kosti 4 tíma.
10.Takið kökuna úr frysti um 30 mínútum áður en hún er borin fram.
11.NAMM!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.