Karitas Óskarsdóttir er heilsu- og matarbloggari hjá H magasín ásamt því að vera hóptíma og einkaþjálfari starfandi hjá Hreyfing heilsulind. Ástríða hennar liggur í hreyfingu, matarræði og að prufa sig áfram í eldhúsinu sem hún vill meina veiti sér mikla hugarró.
Karitas er óhrædd við að prufa sig áfram með nýja rétti, hollar kökur, sem og einföld millimáli sem henta öllum. Ég rakst einmitt á þessa ofurgirnilegu uppskrift af salthnetu- og karamelluklöttum þegar ég var að fletta í gegnum og vissi um leið að þeir ættu fullt erindi á GRGS.
Karitas tók vel í þá bón mína og leyfir hér lesendum GRGS að njóta. Ég mæli svo innilega með að þið kíkið inn á instagram síðu hennar @karitasoskars og skoðið þessar óendanlega girnilegu uppskriftir. Ég er “as we speak” með ofvirka munnvatnskirtla yfir geggjaðri uppskrift af skyrköku með kókoskaramellubotni.
Nei sko – NAMM!
Leave a Reply