Ertu komin/n með leið á túnfiskssalati og rækjusalati? Elskar samt majó og djúsí brauðsalöt?
Þetta er alveg fullkomið salat á brauð og einfalt og fljótlegt í gerð. Kjúklingur og karrí er auðvitað sígild tvenna en að viðbættum vínberjum, maís og fetaosti í samfloti með majónesi og grískri jógúrt verða til einhverjir töfrar.
Ég nota kjöt af heilum kjúkling og ég mæli eindregið með því að gera það í stað þess að nota bringur. Áferðin á salatinu verður miklu betri þannig og auk þess er hægt að stytta sér leið með því að kaupa tilbúinn grillaðan kjúkling og rífa kjötið utan af honum.
Gríska jógúrtin frá Örnu er frábært með majónesinu og gerir salatið aðeins léttara en ella.
Leave a Reply