Innihaldslýsing

2 msk ólífuolía, ég notaði frá Rapunzel
Kjöt af einum heilum stórum kjúkling - hægt að nota 4 kjúklingabringur í staðinn
1 græn paprika
1 geiralaus hvítlaukur
1 laukur
3 stórar gulrætur
1 box sveppir
1/2 piparostur
1 dós niðursoðnir tómatar, ég notaði frá Rapunzel
1 flaska tómatpassata, ég notaði frá Rapunzel
1/2 krukka grænt pestó, ég notaði frá Rapunzel
1 msk oregano
1 msk Ítalinn frá Kryddhúsinu
1 msk grænmetiskraftur í krukku frá Rapunzel
2 tsk kjúklingakraftur frá Oscar
Salt og pipar eftir smekk
Heilkorna lasagnablöð frá Rapunzel
1 poki mozzarellaostur og 1/2 piparostur rifinn
Þessi réttur sló heldur betur í gegn í matarboði fyrir nokkru síðan. Virkilega bragðgóður og skemmtilegur réttur sem allir viðstaddir, hvort sem er börn eða fullorðnir fengu ekki nóg af. Það er líka svo þægilegt við þennan rétt að ég notaði kjötið af einum heilum kjúkling. Það væri vel hægt að kaupa tilbúinn kjúkling til...

Leiðbeiningar

1.Saxið smátt eða setjið í matvinnsluvél: papriku, hvítlauk, lauk, gulrætur, sveppi og piparost og steikið í frekar stórum potti.
2.Bætið tómötum, passata, pestó og kryddum út í og látið malla í 5 mín.
3.Bætið kjúkling út í og látið malla aðeins áfram.
4.Hitið ofn í 190°C
5.Raðið í standard stærð af ferköntuðu lasagna eldföstu móti: Fyrst kássa, svo lasagnablöð o.frv.
6.Látið efsta lagið vera kássu og stráið mozzarellaosti og rifnum piparosti yfir
7.Bakið í 40 mín.
8.Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði

Þessi réttur sló heldur betur í gegn í matarboði fyrir nokkru síðan. Virkilega bragðgóður og skemmtilegur réttur sem allir viðstaddir, hvort sem er börn eða fullorðnir fengu ekki nóg af.

Það er líka svo þægilegt við þennan rétt að ég notaði kjötið af einum heilum kjúkling. Það væri vel hægt að kaupa tilbúinn kjúkling til að flýta enn meira fyrir sér. Þennan rétt er einnig hægt að skipta í hluta og frysta. Það er mjög gott sparnaðarráð að elda ríflegt magn og frysta afganga. Það getur flýtt mikið fyrir manni í hversdeginum að eiga eitthvað tilbúið í frysti eða jafnvel taka með sem nesti í vinnu.

Flestir eru sammála um að kjúklingur og pasta fari vel saman, hérna spilar þetta dúó með dásamlegri sósu og grænmeti.

 

 

 

 

Uppskrift eftir Völlu í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel á Íslandi

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.