Já loksins er ég búin að fullkomna vegan útgáfu af þessum uppáhalds eftirrétti mínum. Líkt og margir vita barst Riz ala mande hingað frá Danmörku en þar er rík hefð fyrir því að bjóða upp á þessa dásemd á jólum. Ég nota hér hvorutveggja Oatly ikaffe mjólkina sem og Oatly visp þeytirjómann en með þeirri tvennu næst ótrúlega rjómakennd áferð og bragðgóð að auki en það skiptir auðvitað mestu máli. Ég ber riz a la mande yfirleitt fram með kirsuberjasósu en heimagerð hindberjasósa eða karamellusósa er líka hreinasta afbragð. Það er hægt að útbúa þennan rétt með góðum fyrirvara þar sem hann geymist vel í kæli. Þessi uppskrift dugir auðveldlega fyrir 6 fullorðna en fyrir fleiri myndi ég tvöfalda uppskriftina. Eða bara ef ykkur langar í afganga sem hægt er að laumast reglulega í, því það mun ég sannarlega gera.
Leave a Reply