Innihaldslýsing

100g grautarhrísgrjón
1 dl vatn
5 dl Oatly ikaffe haframjólk
50g hrásykur
1/2 tsk vanillukorn, ég notaði frá Rapunzel
1/2 tsk himalaya salt
1 tsk vanilludropar
250ml Oatly visp þeytanlegur hafrarjómi
Kirsuberjasósa í krukku
Já loksins er ég búin að fullkomna vegan útgáfu af þessum uppáhalds eftirrétti mínum. Líkt og margir vita barst Riz ala mande hingað frá Danmörku en þar er rík hefð fyrir því að bjóða upp á þessa dásemd á jólum. Ég nota hér hvorutveggja Oatly ikaffe mjólkina sem og Oatly visp þeytirjómann en með þeirri...

Leiðbeiningar

1.Setjið hrísgrjónin í sigti og skolið undir köldu vatni í smástund. Setjið í pott ásamt vatninu og sjóðið í 2-3 mín. Takið af hellunni og hellið vatninu af.
2.Bætið haframjólk, sykri, vanillukornum og vanilludropum ásamt salti og sjóðið við vægan hita í 55-60 mín.
3.Hrærið reglulega í pottinum svo grauturinn brenni örugglega ekki við botninn. Kælið grautinn í að lágmarki 2- 3 tíma. Stífþeytið Oatly visp hafrarjómann og blandið köldum grautnum saman við með sleikju, setjið möndluflögurnar saman við og blandið áfram með sleikjunni. Geymist í kæli og berið fram með karamellusósu eða kirsuberjasósu.

Já loksins er ég búin að fullkomna vegan útgáfu af þessum uppáhalds eftirrétti mínum. Líkt og margir vita barst Riz ala mande hingað frá Danmörku en þar er rík hefð fyrir því að bjóða upp á þessa dásemd á jólum. Ég nota hér hvorutveggja Oatly ikaffe mjólkina sem og Oatly visp þeytirjómann en með þeirri tvennu næst ótrúlega rjómakennd áferð og bragðgóð að auki en það skiptir auðvitað mestu máli. Ég ber riz a la mande yfirleitt fram með kirsuberjasósu en heimagerð hindberjasósa eða karamellusósa er líka hreinasta afbragð. Það er hægt að útbúa þennan rétt með góðum fyrirvara þar sem hann geymist vel í kæli. Þessi uppskrift dugir auðveldlega fyrir 6 fullorðna en fyrir fleiri myndi ég tvöfalda uppskriftina. Eða bara ef ykkur langar í afganga sem hægt er að laumast reglulega í, því það mun ég sannarlega gera.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.
Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.