Innihaldslýsing

3 dl hveiti
3 dl grófir hafrar frá Rapunzel
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/4 tsk himalaya eða sjávarsalt
1 tsk kakó frá Rapunzel
2 dl demerara sykur frá Rapunzel
1 tsk matarsódi
3 dl Oatly haframjólk
Allar útgáfur af kryddbrauði eru góðar. Það er nú bara þannig en þessi útgáfa er alveg sérlega góð. Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu. Þegar fer að kólna í veðri er þetta alveg...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 200°C
2.Blandið saman öllum þurrefnum í stóra skál og hrærið saman
3.Hrærið Oatly mjólk varlega saman við með sleikju.
4.Klæðið ílangt form (jólakökuform) með bökunarpappír eða smyrjið vel og setjið deigið í. Stráið haframjöli eða hnetum yfir ef vill.
5.Bakið í 40 mín eða þar til prjónn kemur hreinn út sem stungið er í brauðið.

Allar útgáfur af kryddbrauði eru góðar. Það er nú bara þannig en þessi útgáfa er alveg sérlega góð. Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.

Þegar fer að kólna í veðri er þetta alveg sérlega gott í kaffitímanum og jafnvel sem nesti í skólann.

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf, umboðsaðila Rapunzel og Oatly

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.